Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2006 | 23:15
seinkun, meiri seinkun, elding, mikill hristingur, vinir, fjölskylda...osvfr. þvílíkur dagur...
...en að lokum lentum við heil á höldnu á Keflavíkurflugvelli. Já, íslensku flugmennirnir stóðu sig vel og lentu í brjáluðu veðri í dag í flugi okkar frá Amsterdam. Þetta var ansi mikill hristingur, og fyrir þá sem þekkja mig vel vita að ég er ekkert mikið fyrir svona flugvéla hristing, en ég get lofað ykkur því, að þetta er það versta sem ég hef lent í. Ein elding á milli vina svona við gluggann hjá mér og aumingja Rodolfo er örugglega með óteljandi marbletti eftir að ég tók hvað eftir annað í hann.
En, þetta var nú ekki allt neikvætt, hittum Inga Garðar á flugvellinum í Amsterdam og m.a.s sátum í sömu sætaröð, þvílík tilviljun! Það var ekkert smá gaman að hitta hann og geta spjallað almennilega, ekkert smá langt síðan við höfum talað almennilega saman. Hann á heima í Den Haag ásamt fjölskyldu sinni, svo vonandi verður hægt að plana hitting bráðlega í öðru hvoru konungsríkinu. Það fyndnasta var svo að þegar við vorum að bíða eftir töskunum okkar, hélt ég að ég væri með óráði!! Hverjir voru þar að bíða eftir töskunum sínum...???? Helga, Andrés, Gréta, Björk og co. en þau áttu að vera á leið út en ekki heim. Þau áttu því miður flug með British Airways og þeir þorðu ekki að lenda... svo þau þurftu að taka farangurinn sinn aftur fara á hótel í Reykjavík og vonandi fljúga svo á morgun út til London, og svo áfram til Hong Kong...vonum það besta fyrir þau. Þau voru allavegana vel "nestuð" fyrir kvöldið, enda gátu þau farið í fríhöfnina á meðan þau biðu eftir töskunum.
Á leiðinni heim frá flugvellinum komum við við hjá ömmu og komum henni sko heldur betur á óvart, ég var búin að segja henni að við myndum ekki koma fyrr en á morgun, svo hún var ekkert smá ánægð að sjá okkur, þessi dúlla.
Erum búin að fá æðislega soðna ýsu með kartöflum, og að fá fisk sem bragðast eins og fiskur er þvílíkur munaður..mmm...og svo íslenska vatnið...
en ég ætla að njóta fjölskyldunnar núna...
ég óska ykkur öllum gleðilegra og afslappaðra jóla****
Sveinhildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 15:16
Kuldi og Kompás...
Það er loksins komin betur hér, hann skall á í gær með þvílíku kuldakasti..m.a.s kuldaþoka úti. Þó svo hitastigið sé ekki lágt, um 2 - 4 gráður, þá er það ansi mikil breyting. Og eins og ég hef svo oft sagt áður er kuldinn hér svo kaldur.
Ég er búin að vera í rólegheitum í dag, var ekki í tíma í dag í skólanum, svo ég gat sofið aðeins út og er svo búin að vera að læra efnafræði og annað fag, sem ég veit ekki hvernig þýða skal yfir á hið ástkæra móðurmál, "gemeenschapsvoeding" allt um stóreldhús á spítölum og stórum stofnunum og hvernig maður skipuleggur matseðlana út frá hinum ýmsu aðstæðum og reglum. Það er einmitt mikið lagt upp úr því að til dæmis á elliheimilum fái fólk mjög fjölbreyttan matseðil, þar sem það býr þar í langan tíma. Þá verður mér nú svo oft hugsað til síðasta sumars. Ég var að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði, það var nú svo sem ekkert að matnum, en að það væri mikil fjölbreytni...mmm..ekki alveg...
nú styttist bara í heimferðina...get ekki beðið eftir því að lenda á keflavíkuflugvelli og finna íslenska loftið streyma inn í flugvélina...komast svo heim í faðm fjölskyldunnar og fá íslenskan fisk..namm...er ekki annars fiskur í matinn, mamma..?
Ég las um þennan fræga Kompás þátt og horfði svo sjálf á hann...og mér finnst að einhver sjónvarpsþáttur á stöð 2 eigi nú ekki að vera að leika hæstarétt...svona mál eiga bara heima í dómsölum og allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Maður veit aldrei hverju skal trúa í svona málum sem koma upp í fjölmiðlum...hefði ekki tímasetningi geta verið önnur líka...? rétt fyrir jól...mér finnst það ekki smekklegt. Ég er hvorki að segja að maðurinn sé saklaus eða sekur, bara sjónvarpsþáttur á ekki að vera í svona löguðu, þetta land verður því miður alltaf meira og meira líkt ameríkunni, þar sem svona lagað þrífts vel í sjónvarpi og dagblöðum, og það er greinilega það sem íslenskir fjölmiðlar ( sumir allavegana ) eru spenntir fyrir..æsifréttum í stað málefnalegrar umfjöllunar þar sem farið er skýrt og skorinort ofan í málin en ekki búin til súpa af allskonar staðhæfingum og ásökunum, sem í raun ekki er unnið vandlega úr... En þetta er bara mín skoðun.
læt þetta duga í bili....er að fara að kenna...
hlakka til að sjá ykkur heima....
sveinhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 22:30
Hola!!
Er komin tími til að láta vita af sér eða hvað...? Var án internets um tíma, og svo er náttúrulega bróðir Rodolfo hér enn. Það er búið að vera mjög gaman að hafa hann hér. Gaman að loksins hitta einhvern úr fjölskyldunni frá Chile. Rodrigo talar ekki ensku, svo ég er búin að vera að talandi spænsku síðustu daga..rosalega góð æfing. Búin að koma mér sjálfri alloft á óvart! Annars er allt við það sama, brjálað að gera, kenna og í skólanum, og prófin eftir áramót eru farin að láta vita af sér...smá stress farið að gera vart við sig, ég er m.a.s farin að læra!!!
Farið að styttast í heimferð, ég er byrjuð að kaupa jólagjafir, fór í bæinn í gær og náði að kaupa 5 jólagjafir, góð byrjun! Helgin fer svo í Claribel, æfing á morgun og svo tónleikar á sunnudaginn...úff..þetta þýðir að vakna mjög snemma á sunnudaginn, því þessir tónleikar eru í einhverri kirkju langt í burtu, um morguninn,....alltaf jafn kristilegir tímar.
Er að fara í próf á þriðjudaginn, verkleg efnafræði, skriflegt próf, sem betur fer.. gott að vera búin með þetta fyrir jól.
Æ, ég er svo andlaus...ég er þreytt...get ekki beðið að komast heim í jólafrí
knús til ykkar allra***
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 23:29
Napóleon og nafngiftir...
Þegar Napóleon kom sá og sigraði hér í Belgíu, skipaði hann svo fyrir að allir bæir og öll krummaskuð skildu hafa nafn. Jafnframt skipaði hann svo til að allir yrðu að vera með eftirnafn "family name". Fólk var nú mishrifið af þessari hugmynd, og í mótmælaskyni gaf það bæjunum og fjölskyldum sínum hin skringilegustu nöfn, og þá erum við að tala um mjög skringileg nöfn. Það keyrði þó um þverbak um daginn þegar ég heyrði eitt af nöfnum smá þorps hér í Belgíu. Það heitir Aarschot á frummálinu...og hvað haldiði að þetta þýði...??? Endaþarms skot!!!!!!! Og þetta nafn er enn á bænum og öllum finnst þetta bara alveg eðlilegt, það er það besta. Og þetta er sko ekki eina dæmið um svona rassa heiti á bæjum. Það er svæði rétt hjá Antwerpen sem er kallað "the anal triangle" og þar eru þrír bæir rétt hjá hvor öðrum með svona rassanöfnum. Svo eru það fjölskyldu nöfnin. Það var t.d strákur með mér í conservatoríinu og hann heitir Jonas de pannecouck = Jónas pönnukaka, svo er einn með Voet = fótur sem eftirnafn, og svona mætti lengi telja.
Mikið er nú gott að Napóleon komst ekki til valda á Íslandi.
Ég er að fara að hlusta á Mozart Requiem á morgun, klarínettukonsertinn hans Mozarts verður líka fluttur, maður getur alltaf hlustað á hann aftur og aftur...svo ætla ég að fara á Amadeus á sunnudaginn, það verður í 3ja sinn sem ég fer, þetta er bara svo flott sýning. Gerð eftir sama handritit og bíomyndin var gerð eftir og með "live orchestra" sem Rodolfo er að spila í. Það útskýrir af hverju ég er að fara í 3ja sinn..Rodolfo fær alltaf boðsmiða.
Sannkölluð Mozart helgi....
mánuður til jóla og 27 dagar þangað til við komum til Íslands...vá hvað ég er farin að hlakka til.
þangað til næst**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2006 | 23:17
Dv síðasta laugardag...11.nóvember.
Ég er alltaf viku á eftir með að lesa dagblaðið og Hér og Nú, en þessi blöð finnst mér ákaflega gaman að glugga í á laugardögum. Nema hvað, að þau koma á netið viku eftir útgáfu. Það skiptir mig svo sem engu máli, ég les þetta bara svona til að sjá íslenskar greinar og fréttir og til að geta verið inn í slúðrinu svona pínulítið.
En, sem sagt í dag las ég grein sem virkilega snerti mig (forsíðufréttin). Ung kona, 30 ára greind með ólæknandi krabbamein og hún er einstæð þriggja barna móðir. Mikið rosalega fær svona mann til að hugsa. Maður er alltaf að kvarta yfir einhverju, þegar maður hefur það svo gott!! Þessi stúlka er ekkert smá dugleg, og heldur sér rosalega vel til greinilega, svo vel að það sést ekki á henni að hún sé svo veik. Tvö af börnunum hennar búa hjá henni, en yngsta barnið er hjá pabbanum, þar sem hún á of erfitt með að sjá um öll 3 börnin vegna veikindana. Ef einhver vill lesa þessa grein, þá er hún á www.visir.is undir vefblöð, og velja bara DV 11.nóvember.
En að einhverju öðru...
pabbi var að kvarta yfir að ég hafi ekki bloggað í langan tíma, þetta væru bara uppskriftir hjá mér...hann fær nú samt að prófa þær um jólin...og ég gruna hann nú um að vera pínu forvitin yfir því...
Ég hlakka svo til jólanna, ég er sem betur fer í fáum prófum eftir jólin, svo það verður minna stress þetta jólafrí heldur en í fyrra. Ég get ekki beðið eftir að labba niður laugaveginn, þá fyrst kemst ég í jólafílíng, hér er allt svo hallærislegt, og enginn er að halda of mikið upp á jólin, engin er í svona ekta hátíðarskapi, jólin eru bara eitt frí í viðbót. Meira segja allir í skólanum 23.des. Fríið byrjar bara 24. desember. Áramótin miklu meiri ástæða, og hér fá allir flottar áramótagjafir, en um jólin eru bara svona mini gjafir...Æ, hvað á ég að segja það oft...Belgar eru svo spes...eða betur sagt, þeir eru svo ólíkir okkur Íslendingunum.
Annars er allt bara í rólegheitunum...þannig lagað, planið er að byrja að læra af einhverju viti á morgun, ég er reyndar búin að segja þetta síðustu laugardagskvöld síðustu vikur, og ég er enn ekki byrjuð, en ég lofa sjálfri mér því að vera dugleg á morgun..og það er ekki gott að svíkja sjálfan sig...
en..því lofa ég líka að blogga fljótt aftur....
svo þangað til næst...
sveinó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 14:24
uppskrift af bulgogi og japönskum karrý rétt
Jæja, hér koma uppskriftirnar 2 sem ég var búin að lofa ykkur...
Bulgogi (frá Suður - Kóreu)
Nautagúllas (magn eftir hvað margir ætla að borða, c.a 200 gr. á mann)
marinering : (fyrir fjóra)
niðursneiddur laukur (1-2 á mann)
8 msk. soja sósa
4 msk. sesame olía
2 tsk. hvítlauksduft
1 msk. sykur
pipar
sesame fræ
kjötið látið marinerast í 2 - 3 klukkutíma og svo steikt á pönnu...
borið fram með hrísgrjónum og grænmeti.
Nú svo er japanska karrýið..
Japanskur karrýréttur
ólífuolía
sesame olía
grænmeti (laukur, gulrætur, sveppir, broccoli.....)
Dashimo motto (c.a 2 msk. fyrir 3-4)
Vatn
Kjúklingur (bringur skornar í bita )
Japanskt karrý
Í pott :
ólífuolía eða t.d sólblómaolía á móti sesame olíu í hlutföllunum 3/4(ólífuolían) á móti 1/4 (sesame olían)
steikja lauk, gulrætur, papriku, broccoli, sveppi eða hvað grænmeti sem fólk vill (nokkrar tegundir)
þegar grænmetið er orðið gott, þá bæta Dashimo motto út í. Hræra vel og bæta kjúklingnum út í.
Bæta svo vatni við eftir að kjúklingur hefur brúnast pínu.
Að lokum er karrýinu bætt út í.
Borið fram með núðlum.
Verði ykkur að góðu...mmmm....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2006 | 19:33
Japanskt karrý..
Okkur var boðið í japanskan mat í vikunni. Það var rosalega gott!! Grænmeti og kjúklingur með japönsku karrý, borðað með núðlum. Algjört lostæti. Ég er búin að fara í kínverska supermarkaðinn og kaupa nauðsynlegar vörur til að taka með mér heim um jólin. Þetta ætla ég að elda fyrir fjölskylduna ásamt suður - kóreskum rétt líka sem vinur okkar eldaði fyrir okkur um daginn, sá hinn sami sem eldaði japönsku máltíðina.
Það er kominn vetur hér, í dag bara 10 stiga hiti, en samt sól. En 10 stiga hiti hér kallar á trefil, hanska, og góða úlpu. Ég held að allir sem hafa búið hér á evrópu slóðum geti vitnað um þetta...
Rodolfo er að spila tónleika, fimmtu sinfóníu Shostakovich í kvöld og á morgun, svo tekur Amadeus við næstu helgi hjá honum og einnig Mozart Requiem eina helgina. Svo hann hefur meira en nóg að gera.
Fríið er alveg að verða búið.... allt fer á fullt á mánudaginn, og ég er nú ekki búin að vera dugleg að gera eitthvað, nema að fara í ræktina, það hef ég gert ansi samviskusamlega. En ég hef morgundaginn til að kíkja aðeins í skólabækurnar og læra fyrir próf á mánudaginn...það verður víst ekki komist hjá því..
en læt þetta duga í bili...
knús..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2006 | 21:44
hvalveiðar, kvef og kökur...
þá er maður búin að næla sér í kvef, og ofan á ofnæmið mitt er þetta alveg skrautlegt. Síðustu daga er ég búin að vera með óþolandi bergmál af sjálfri mér inni í höfðinu, sem sagt þegar ég tala, þá heyri ég röddina í "echo" og það er satt best að segja óþægilegt. Ég heyri líka frekar illa þá með öðru eyranu, þannig að þetta er pínu skrautlegt. Það er vonandi að þetta fari að lagast...
Það er sem betur fer komið vikufrí....þarf ekki að fara að kenna eða í skólann 6. nóvember, svo næsta vika verður róleg. Reyna að vinna upp í skólanum, ekki mikill tími til að læra virka daga með allri kennslunni. Talandi um kensluna, ég fékk að vita á föstudaginn, að ég get kennt út nóvember mánuð, sem sagt búið að framlengja um einn mánuð. Gott mál!
Ostaterta er mér ofarlega í huga þessa dagana. Mamma ætlar að senda mér nokkrar uppskriftir, en ef einhver á einhverja stórkostlega uppskrift af ostaköku..mmmm...þá má alveg senda mér hana..takk, takk..
Ég get nú ekki sleppt því að tala um blessuðu hvalina...það er alltaf verið að spyrja mig um þá, hvað við séum að gera með að veiða þessi grey...og mitt svar er alltaf það sama"mmmm....nammi, namm...hvalur er ekkert smá góður, mmm.. á grillinu, smá salt og pipar....mmm...." og þá hætta þau að spyrja.. en svo reyni ég að útskýra eftir bestu getu hvað sé í gangi, ég er bara ekki nógu vel inni í þessu málefni..en hér hefur greinilega verið umfjöllun um þetta, og þá ekki á jákvæðum nótum...Ég passa mig bara á að fara ekki í Eat Willy stuttermabolinn minn, sem var gerður fyrir útskirftarnema MR árið 1997, og já, ég á hann sko ennþá!!!
Í lokin, setti hér inn mynd af Maria José, hún er dóttir hans Rodrigo, sem er bróðir Rodolfo. Hann og konan hans eru að koma til okkar í lok nóvember. Það verða sko fagnaðarfundir, því Rodolfo er ekki búin að hitta bróður sinn í tæp 4 ár, ímyndið ykkur, það er ansi langur tími.
hafið það gott...
þangað til næst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 20:14
ATHYGLISVERT!!
já, ég fór út í búð í dag, sem er nú ekki frásögum færandi. En á leiðinni heim var ég að velta fyrir mér hvað þetta hafi kostað, og hvað það sama myndi kosta á Íslandi. Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í Belgíu. Ég ákvað því að leyfa ykkur að sjá hvað ég fékk mikið fyrir peninginn minn í dag. Taka skal fram að ég fór ekki í "ódýru" búðinu heldur í svona belgískt Hagkaup. Virkilega flott búð sem leggur sig fram við að vera með allt ferskt og gott. Rosalega mikið vöruúrval og já, einfaldlega góð búð, en dýr!
En það sem ég keypti var:
4 eldhúsrúllur
1/2 l. af mjólk
2 pela af rjóma (20 cl)
500gr. rósakál
samlokubrauð
icebergsalat haus
500gr. spagetti
4 ávaxta jógúrt
kirsuberja tómata
ferskt kóríander
uppþvottalög
og allt saman kostaði þetta...: 10,08 evrur sem gerir rétt innan við 900 krónur íslenskar!!!
nú væri ég til í að vita hvað það sama kostaði á Íslandi.... getur einhver sagt mér það?
p.s fólki finns dýrt að versla hér í Belgíu...mér líka.
Og þegar ég kem heim til Íslands fæ ég alltaf vægt sjokk þegar ég fer í matvörubúð. Ég reikna þá alltaf allt út í evrum og næ því ekki hvað er allt rosalega dýrt á okkar annars ágæta Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2006 | 11:15
Var þetta Íslendingur..?
jæja, sunnudagurinn er runnin upp að nýju og í þetta sinn eftir ansi stuttan svefn...zzzz...fórum ekki að sofa fyrr en sex í morgun. Rodolfo var að spila í Mozart uppfærslunni í gær og ég skellti mér til vina okkar á meðan, og áður en við vissum af vorum ég og Marina búnar með einn og hálfan líter af rauðvíni..mmm..vín frá 1989, algjört eðal, ekkert smá gott....Rodolfo kom svo þangað og við héldum áfram spjalli langt fram eftir nóttu. Þurftum svo að vakna "snemma" (12 á hádegi) í dag. Og Rodolfo er aftur farinn að spila. Nóg að gera þessa dagana.
Á föstudaginn var ég á leið í skólann með strætó, framarlega í strætónum sat maður, og ég hugsaði strax, hmm...hann gæti nú verið íslendingur. Ég fór aðeins að pæla hverjum honum líktist, og ég var ekki frá því að þetta væri nokkuð líkt Einar Jóhannessyni (klarinettuleikara). Ég var svo ekkert að pæla neitt meira í þessu, fannst hann bara með íslenskan prófíl. Nú, svo örlítið seinna stendur maðurinn upp og labbar í áttina til mín til að fara út úr strætónum, og viti menn, hann var í 66° norður peysu!! Ég varð ekkert smá hissa, var þetta kanski Íslendingur eftir allt saman, mér fannst þetta svo fyndið. Ég veit að það eru ekki margir Íslendingar hér í Gent, en tja, aldrei að vita...
Úr matseldinni minni þessa vikuna held ég að ég verði að segja að roastbeefið mitt og rjómalagaða sveppasósan mín(sjálfgerð, ekki úr pakka) frá því í gær, standi upp úr!! Þetta var virkilega gott...
Ég smakkaði líka grískan pastarétt um daginn, og það var rosalega gott. Mamma nemanda míns bauð mér í hádegismat síðasta laugardag eftir að ég var búin að kenna, ekkert smá nice, og þá bjó hún þetta til. Rosalega gott. Það er nú ekki alvenja að ég sé að fara til nemenda minna í matarboð, en þessi mamma er alveg sérstaklega indæl við mig. Þennan dag var verkfall í strætó, og svo að ég kæmist til að kenna kom hún og sótti mig, bauð mér svo í hádegismat og keyrði mig svo aftur til Gent. Hún er alveg frábær!
Núna er bara ein vika eftir af skólanum og kennslu og svo haustfrí í eina viku. Virkilega velkomið!!
ég bið ykkur vel að lifa*
þangað til næst*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)