Íslenskur morgunmatur á Iceland on the Edge...?!?!?!

eins og ég skrifaði í síðustu færslu er ég að fara að taka þátt í 2 "workshop" hér í tengslum við íslensku hátíðina Iceland on the edge sem fram fer um þessar mundir í Brussel. Þegar ég fór á fund með þeim um daginn voru skipuleggjendur þessa hluta sem ég hjálpa við voðalega spenntir, því á undan tónleikunum sem fara fram, verður borin fram íslenskur morgunmatur, ég hváði nú, íslenskur morgunmatur, er það eitthvað sérstakt fyrirbrigði. Eftir því sem ég best veit borða flest allir Íslendingar morgunkorn í morgunmat eða þá bara eitthvað brauð með osti, ósköp venjulegt bara. En ó, nei, þau voru sko búin að plana þetta allt saman með íslenskri veisluþjónustu sem ætlaði að bera fram íslenskt vatn, brauð og skyr. Aha...skyr, þarna komu þeir með það, jú það er að sjálfsögðu alveg rammíslenskt. Það er reyndar mjög svipað því sem hér kallast platte kaas, og er mjög vinsælt ofan á brauð hér, já þið lásuð rétt...ofan á brauð!! Belgar setja líka súkkulaði plötur og kexkökur ofan á brauð, svo afhverju ekki svona mjólkurafurðir líka...? En, allavegana....þau voru mjög spennt yfir þessu, og ég líka, mmm....íslenskur morgunmatur, hvað sem það nú er....

Í dag var svo hringt í mig, allt í voða, "hvar er hægt að kaupa íslenskan mat í Belgíu.....?????" "Bíddu voruði ekki með íslenska veisluþjónustu í þetta..? " spurði ég...  "nei, búið að hætta við það, og við ætlum að gera þetta sjálf" svaraði stúlkan mér.... nú, ég var alveg hissa, gat að sjálfsögðu ekki hjálpað þeim, því ég veit bara um eina skandínavíska búð hér í Belgíu, og hún er í Waterloo, en þar gleymdu þeir alveg Íslandi og selja eftir því sem ég best veit engar íslenskar vörur, allavegana ekki síðast þegar ég fór þangað. Grey stúlkan sagði mér að það væri svo dýrt að flytja inn íslenskan mat að þeir vildu helst kaupa hann hér....jæja...ég útskýrði nú fyrir henni að það væri ekki hægt og að allt væri dýrt á Íslandi, og þá kom rúsínan í pylsuendanum!!!  áætlaður kostnaður í morgunmat fyrir hverja persónu er áætlaður 4 evrur, það eru 400 krónur!!! Hmmm...það fæst nú ekki mikill morgunmatur fyrir það á Íslandi, því miður, sagði ég henni, kanski ein skyrdós eða svo.... svo ég held að í lokin verði bara kaffi/te og belgískt sætabrauð á boðstólum....þannig fór með sjóferð þá....!!!

en ef einhver veit hvað er dæmigerður íslenskur morgunmatur, þá má sá hinn sami mig endilega láta vita!!!

knús*

Sveinhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má þá alltaf malla oní þá skál af hafragraut, þó ég hafi nú ekki borðað þannig sjálfur síðan ég var fimm ára s.s. (1970). Eða bara að blanda þessu saman í hinn rammíslenska hræring (skyr og hafragrautur) Það er þó örugglega einstakt hér á landi. Það má þá mylja kex og súkkulaðiplötur útí ef menn vilja fá smá Belga í þetta. Gangi þér vel.

Tryggvi M.B. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

frábær hugmynd Tryggvi, og fá kannski eins og einn sláturkepp út í þetta í viðbót, og þá gerist það varla betra.....

knús og bið að heilsa* 

Sveinhildur Torfadóttir, 5.3.2008 kl. 10:26

3 identicon

Á ég ekki bara að senda Erlu með skyr handa þér þegar hún kemur út til þín. Þú getur alla veganna borðað það í morgunmat "áður en þú ferð" til Brussel í íslenska morgunmatinn þar. Haframjöl hlýtur að fást þarna í einhverri búðinni. Svo getið þið prófað þetta platte kaas með mjólk í stað þess að smyrja því á brauðið. Og kannski, eins og Tryggvi sagði, búið til hræring úr hafragrautnum og platte kaas. Eru belgar ekki alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

Gangi þér vel að koma þessu ofaní belgana.

P.S. Svo gæti ég líka sent svið , slátur , hrútspunga og hákarl (og brennivín handa Rodolfo ).

Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:03

4 identicon

P.S. P.S.

Heyrðu það er nú ekki orðið svona dýrt hér, þó ört hækkind sé verðlagið. Skyrdósina færðu fyrir 1 evru ca. svo þetta gæti orðið heilmikil máltíð fyrir 4 evrur. Þarf að senda svona skipuleggjendur í ferð til Íslands áður en þeir fara að gera sér hugmyndir um íslenska matarveislu fyrir 4 evrur.

Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:08

5 identicon

Hæ. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur og til hamingju með daginn um daginn. Til hamingju með prófin líka - þú ert sannur Íslendingur, ekkert smá dugleg!

 KV. Linda

Linda (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:35

6 identicon

það er hægt að kaupa skyr í DK í irma... skyr.is... svo ekki bara að skella sér yfir

eða harðfisk með smjöri...

kitty (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband