Færsluflokkur: Bloggar
14.2.2007 | 15:53
surprise, surprise...
Rodolfo átti afmæli í gær!! Honum til heiðurs skipulagði ég surprise partí fyrir hann sem gekk alveg hreint frábærlega. Það er rosalega erfitt að koma honum á óvart með hvað sem er, hann nær einhvernveginn alltaf að þefa upp allt og ég á líka oft erfitt með að láta allt líta út eins og vanalega. En, sem sagt þetta tókst í gær. Ég eldaði góðan mat, og bjó til góðan desert og vorum með rauðvín og svo í hópi æðislegra vina að sjálfsögðu, sem voru hér heima þegar Rodolfo kom heim. Ég var búin að skreyta íbúðina með blöðrum og með borða og svaka fínt, og búin að leggja á borð, svo Rodolfo var alveg kjaftstopp...Frábært!!!
Ég fór svo í dag að hitta klarinettu kennarann sem ég er að fara að leysa af núna eftir vetrarfríið, hún er ólett svo ég verð að kenna fram í júni fyrir hana. Þetta er í sama skóla og ég var að kenna við fyrir áramót, en aðrir nemendur. Það er mikið framundan, tónleikar og stór próf, svo ég mun hafa nóg að gera. Svo er ég alltaf eitthvað að vinna á veitingahúsum, hótelum eða í móttökum, og það er ferlega fínt. Skólinn, jú hann mjakast þetta áfram. Eftir mánuð byrja ég í verknámi, en veit ekki ennþá hvert ég fer.
Ég ætla að fara að taka til núna, ekki veitir af...hmm...
hafið það gott...**
sveinú*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2007 | 10:26
Allt hvítt.... : )
Þegar við vöknuðum í morgun var allt hvítt og snjókoma! Ekki algeng sjón hér!!! Mér finnst þetta persónulega alveg yndislegt og Rodolfo var líka ekkert smá ánægður með að fá snjóinn. Ég get bara rétt ýmindað mér allt kaosið sem var á hraðbrautunum hér í morgun. Þetta verður alltaf svo mikið vandamál ef það snjóar eitthvað smá : )
Ég er pínu kvefuð svo ég ákvað að fara ekki í skólann í dag, heldur bara taka því rólega og sofa pínu lengur. Nemandi minn er svo að spila á tónleikum í kvöld og ég víst með henni..svo ég verð að fara þangað.
lifið heil,
Sveinú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 09:36
Náði öllum prófunum...!!!
Hæ elskurnar...langaði bara að láta ykkur vita að ég náði öllum prófunum með glæsibrag!! Ekkert smá ánægð. Ég er líka búin að finna smá vinnu, ég skráði mig á vinnumiðlun, svo ég fæ alltaf eitthvað í hverri viku. Svo það er mjög fínt. Ég var að vinna alla helgina á Holiday inn, sem þjónn og svo líka fyrir veisluþjónustu í svaka stórum 325 manna diner. Þetta á mjög vel við mig, alltaf nýtt fólk og mjög skemmtilegt umhverfi. Ég er ánægð!!!
Er núna á leið í ræktina svo ég hef þetta ekki lengra að sinni....hafið það gott...
knús,
Sveinhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2007 | 21:10
grátlega nálægt..
Maður er með kökkinn í hálsinum eftir að hafa fylgst með leiknum, Danmörk - Ísland. Ég er búin að liggja yfir rás 2, því leikurinn var ekki sendur út beint á netinu...því miður. En rosalega voru þeir góðir samt, við Íslendingar megum vera stolt af þessum strákum, þeir eru sko búnir að standa sig.
En ég er ekki með kökkinn í hálsinum yfir efnafræðinni, ég fékk út úr prófinu mínu í dag, og ég brilleraði alveg!! Þvílíkur léttir, ég er svooo... ánægð!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 21:53
fitness á frönsku : )
Ég fór í fyndnasta eróbikk tíma sem ég hef nokkrun tímann farið í, áðan!! Ég mætti eins og álfur út úr hól, spurði konuna sem stóð við hliðina á mér, hvort þetta væri Aero boost, já, svaraði hún, en þetta er 4. tíminn, já, já, allt í lagi, ég er að koma í fyrsta skipti, og hún leit eitthvað hálfskringilega á mig...en ég var ekkert að kippa mér upp við það...nú svo kom þjálfarinn, og oh my god....hann talaði bara frönsku... og franskan mín, hmm... ég skildi til hægri, vinstri, aftur, já, og ekki mikið meira. Mér fannst þetta voðalega hratt allt saman og alveg hrikalega flókið, alls konar hopp og hringir í loftinu, snúa sér hingað og þangað, og ég var ekki alveg að meika þennan hraða, en flestar í kringum mig virtust hafa fín tök á þessu...svo komst ég að því, í lok tímans, að þetta er alltaf fjögurra vikna hringur, 1. tíminn rólegur, sporin kynnt, 2. tíminn, einhverju bætt við, og aukið hraðinn, 3. tíminn allt sett á fullt og 4 . tíminn sett í turbo gír, og með minni heppni....mætti ég að sjálfsögðu í 4. tímann... svo núna skildi ég af hverju konan leit á mig eins og það væri eitthvað að mér.... það erfiðasta var samt franskan.. ég get lært heilmikið af henni á því að mæta þarna einu sinni í viku í þessa tíma. Þó svo að Gent sé flæmsku mælandi, er enn ofsalega mikið snobb fyrir frönsku hér, og það þykir voða fínt að tala frönsku, ég get alveg lofað ykkur því, að í franska hlutanum hér í Belgíu, myndi aldrei nokkurntíma gerast það að einhver flæmsku mælandi kæmi svona að kenna eróbikk eða hvað sem er...alveg dæmigert!! Það er alltaf ætlast til að flæmski hlutinn tali frönsku sem þeir og gera að mestum hluta ágætlega, en franski hlutinn er algjörlega ótalandi á flæmsku. Og þetta eru bæði skyldutungumál í landinu!! En svona er Belgía í dag..
Ég er kanski búin að finna vinnu!! veit meira um það á mánudaginn...!!
góða helgi*
sveinú***
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 23:05
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.... : )
jæja, nú fer skólinn alveg að byrja. Þetta er búið að vera indælt frí síðust daga, hef getað slappað af alveg heilmikið og klárað alls konar stúss. Ég fór í atvinnuleit í síðustu viku, og þurfti nú ekki að byrja að leita, og þá var ég komin með vinnu, en eins fljót og ég var að finna hana, þá var ég líka fljót að afþakka hana. Eftir að hafa farið í þjálfun ( þetta var þjóna jobb, en í alveg svakalega flottum veislum og boðum) þá var okkur tilkynnt að já, þið þurfið að borga okkur næstum 200 evrur svona í tryggingu fyrir fötum og flöskuopnara og allskonar. Getiði ímyndað ykkur, að þurfa að borga mörg þúsund krónur til að geta farið að vinna, ég hefði þurft að vinna í marga, marga klukkutíma til að vinna það upp. Ekki gott. Á morgun fer ég að leita aftur. Vonandi gengur það betur.
já, skólinn byrjar aftur á mánudaginn, og það verður nú aðeins meira að gera þessa önnina heldur en þá síðustu. Við erum enn ekki búin að fá úr prófunum, en vonandi að það komi sem fyrst, ég get ekki beðið eftir þessu... ég fer svo í verknám í 2 vikur, við förum í stór eldhús, og ég er að vona að ég fái í einu af eldhúsum Háskólans hér í Gent, það er hérna rétt hjá okkur, kanski 10 mínutu labb, svo það væri alveg tilvalið!
Hér í Gent er búið að vera kalt síðustu daga, úff... hann er að rembast við að snjóa, en gengur lítið, allt í kringum okkur hér í Evrópu og líka hér í Belgíu er búið að snjóa alveg heilmikið, en litla sæta Gent sleppur enn...
Ég sá myndina um Ray Charles um daginn, hún er alveg snilld, mæli með henni.
Svo var ég að hlusta á hljómsveit BLKD hér um árið þegar við fórum á kostum á árshátið Tónó, vá hvað þetta var fyndið, ég græt alltaf úr hlátri þegar ég heyri þetta. Við ættum að fá Grammy fyrir þetta uppátæki...Karen á bassanum, Ingi Garðar á hljómborði, Helga að syngja Katrín á trompet og ég á trommum....hahahahahahahahahahaha....gerist ekki betra. Those where the days....
knúst til ykkar allra**
Sveinhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2007 | 23:26
Prófum lokið...
Jæja, búin í prófum..svo því er nú fagnað með góðri vínflösku. Mmm... Gekk bara mjög vel, eins og pabbi commentaði við síðustu færslu, þá vefst mér nú ekki tunga um tönn þegar kemur að því að tala, og tala, einmitt það sem ég þurfti að gera í prófinu í dag. Núna er ég í fríi þangað til 29. janúar. Þá byrjar skólinn aftur. Planið er að reyna að finna vinnu næsta daga, því kennarinn sem ég var að leysa af í tónlistarskólanum er komin aftur. Því miður fyrir mig.
En það þýðir ekkert að láta smá mótbyr hafa áhrif á sig. Þetta gerir mann bara sterkari.
Þetta reddast!!
góðar fréttir í dag:
Erla og Finnur koma til okkar í febrúar : ) og verða hér á þrítugsafmælinu mínu...!!!! þetta verður æðislegt!!
hafið það gott...
Sveinhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 15:58
communication breakdown....hausverkur
Jæja, eftir tæplega 4ja tíma setu í prófinu í morgun, þá er efnafræðinni lokið og ég held og svo sannarlega vona að þetta hafi gengið upp hjá mér. Það sem ég fékk í staðinn er hausverkur dauðans...
Næst á dagskrá er communicatie, mjög spennandi, sérstaklega þar sem ég mætti ekki í einn tíma af þeim kúrsi...svo, það er bara að vona það besta. Var reyndar löglega afsökuð þar sem ég var sjálf að kenna í tónlistarskólanum á þessum tima. Annars er þetta "opin bók" próf, og allir mega hjálpast að og svo fer einn og einn inn í einu og að því sem mér skilst talar og talar, án þess að kennarinn svari miklu til..skrítið...
best að fara að læra* síðasta prófið á morgun : )
knús*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 22:53
Efnafræði...mínar ær og kýr þessa dagana...
Í dag elska ég efnafræði!!! Ég veit að þetta hljómar skringilega, en ég elska raungreinar, ef, ég skil hvað ég er að lesa og reikna út. Ég er búin að sitja hér í tæpa 6 tíma stanslaust að læra fyrir mánudaginn...fyrir utan alla klukkutímana í vikunni. Ég mun éta hattinn minn ef ég næ ekki þessu efnafræði prófi á mánudaginn. Þvílíkt og annað eins sem ég er nú búin að brjóta heilann yfir öllum þessum orbitölum, efnatengingum, molreikningum, efnahvörfum, redox reacties, ph, poh, kbz og ég veit ekki hvað þetta heitir allt saman....
ég læt ykkur vita um framvindu mála á mánudaginn..
þangað til þá...
Sveinhildur mol/liter
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kláraði loksins að taka upp úr töskunum áðan. Síðan við komum heim er ég búin að vera á kafi í próflestri, ekki veitti af þar sem próflestur á Íslandi í jólafríi fer einhvern veginn alltaf fyrir ofan garð og neðan. Var svo í fyrsta prófinu mínu í dag, og það gekk glymrandi vel. Fer ekki í próf aftur fyrr en næsta mánudag, en það er efnafræðin, svo það er eins gott að halda vel á spöðunum. Byrja strax í fyrramálið!!
Hér er veðrið alveg yndislegt, 12 stiga hiti, og ég hef ekki einu sinni þurft að kveikja á miðstöðinni (gasinu) í dag, sem getur sparað alveg svakalegar fjárhæðir, því það er sko dýrt að hita upp húsin hér. Það er staðreynd, og hver dagur án þess að kveikja á blessaða gasinu er góður dagur fyrir budduna.
En aftur að Íslandi..jólin voru alveg yndisleg!! Það er ekkert eins gott og að eyða jólum á Íslandi. Við sváfum svo mikið, borðuðum og virikilega höfðum góðan tíma með fjölskyldunni. Alveg fullkomið!!
Náðum svo að hitta vinina og það var lika alveg meiriháttar. Takk fyrir frábært partý Rakel og Óskar!! Mojito slær alltaf í gegn! Þarna voru fyrir utan gestgjafana Vigdís, Erla, Finnur, Margrét og Axel. Mjög góður félagsskapur.
Náði svo rétt í skottið á Tónó stelpunum og við gátum fengið okkur einn kaffibolla saman...
En ég lofa að láta heyra frá mér fljótlega...
hafið það gott..
Sveinhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)