Argentínsk steik á góðu verði....en ekki á Íslandi, að sjálfsögðu ekki!!!

Það er farið að vora, svei mér þá. 16 stiga hiti á morgun, en skýjað og kanski rigning...? Það sagði mér hjólreiðamaður í dag, sem stoppaði mig á miðri götu í dag, bara til þess að segja mér veðurspána, ég sver það. Ég þekkti hann að sjálfsögðu ekki.... Það var frekar fyndið :)

Eldaði alveg yndislegan mat. Vis "en papillote" þ.e fiskur í álpappírs"poka" alveg rosalega gott. Líka mjög einföld uppskrift. Ef einhver hefur áhuga, þá bara að kommenta. Opnaði með þessu alveg rosa fína hvítvínsflösku, Muscadet, sem ég fékk fyrir nokkrum árum í gjöf frá Ingunni vinkonu, þegar ég spilaði konsertinn hans Tryggva Baldvins hér í Belgíu. Ég var sem sagt núna fyrst að opna hana. Árgerð 2002 og eins og ég sagði alveg þrusu gott vín! 

Í gær fórum við yfir til Hollands, n.t.t  Terneuzen sem er bara í rúmlega 30 mín. keyrslu hér frá Gent. Fórum á Argentískan/mexíkóskan veitingastað. Fengum okkur Argentíska steik, 225gr. þetta var borið fram með bökuðum kartöflum, salati og grænmeti. + stóru aukasalati. Og hvað kostaði þetta nú??? ekki nema 15.50 evrur. Það eru rúmar 1600 - 1700 krónur  eins og gengið er þessa dagana. Alveg rosalega gott. VÁ!!! Ég er alveg viss um að þetta kostar meira á Argentína steikhús...kanski 5 sinnum meira ...?

Jæja, ætla að hafa þetta stutt í dag, það er ekkert að frétta hvort sem er.  Allt við það sama, vinna og vinna og skóli...

hafið það gott..

knús frá Belgíunni* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli bændur á Íslandi hafi ekki fengið í vetur svona kr.100/-120/- fyrir 225 gröm af nautakjöti. Sé það svo dýrt sem þú segir,hækkar það mjög frá þvi sem bændur fá  

                                                    Gissur á Herjólfsstöðum.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

Ég setti spurningarmerki fyrir aftan kanski 5 sinnum meira...? vegna þess að ég er ekki viss hvað svona steik á Íslandi kostar. En ég er viss um að hún er mun dýrari heldur en hér í Belgíu og Hollandi. Miðað við hvað allt er dýrt á Íslandi. Það er svo annað mál að bændur fái ekki nema svona hlægilegt verð fyrir kjötið sitt. Það er alveg fáranlegt. En um þau mál veit ég ekki mikið, því miður..

Sveinhildur Torfadóttir, 19.4.2008 kl. 21:51

3 identicon

Sæl mín kæra. Hér færðu verðin af matseðli "Argentina steikhús" Ekk langt frá því sem þú áætlaðir (3-4 sinnum Belgía/Holland). Svo Gissur á Herjólfsstöðum er illilega svikinn þegar hann selur kjötið frá sér. Svei, svei. 

Kveðja, pabbi 

Entrécôte 230 gr.
Beef Entrécôte 8 oz
4.450,-

Nautaframhryggjarsneið 300 gr.
Rib eye 11 oz
4.450,-

Nauta T-bein 350 gr.
T-bone steak 12 oz
4.700,-

Nautalundir 200 gr.
Nautalundir 300gr.
Beef tenderloin 7 oz / 11 oz
4.980,- / 5.480,-

Torfi (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

já, og þetta verð sem þú skrifar er alveg örugglega ekki með öllu þessu meðlæti sem við fengum. Fyrir utan að fá svo góða vínflösku með á 13 evrur...!!!

knús* 

Sveinhildur Torfadóttir, 20.4.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband