Færsluflokkur: Bloggar

mmm...empanadas...

já, ég verð að segja að ég eldaði alveg svakalega góðan mat í kvöld. Empanadas a´la Chile, Og pebre. Ekkert smá gott, en tekur svakalega langan tíma í undirbúningi. Í heildina var ég 3 klukkutíma að elda þetta. Þetta er algjör handavinna. Fyrst að skera fullt af lauk og setja í pott með smá vatni, láta vatnið sjóða af og svo bæta kjötinu við og láta það brúnast. Svo er kryddi bætt við og allt látið krauma saman. Svo þarf að búa til deig, því kjötið er bara fylling. Ofan á kjötið er síðan sett ólífur og harðsoðin egg. Svo býr maður til voða fallega "hálfmána"  og setur svo inn í ofn. Með þessu er svo Pebre ómissandi. Þetta er sósa úr tómötum, lauk, hvítlauk, alsskonar kryddum, fersku kóríander, chilli, ólífuolíu, sítrónusafa og fleiru. Þessi sósa er algjört æði!! Þetta sló alveg í gegn hér í kvöld og það eru allir búnir að borða yfir sig.

En nóg um matargerð.

Hér er enn sól og sumar, það er alltaf hlýtt og sól. Það er eitthvað skrítið í gangi. Venjulega er óstöðvandi rigning á þessum árstíma. En við njótum þessa á meðan er. 

Hjólinu mínu var stolið! Það er ekki eins og það sé einhver stór frétt hér í Gent, en ég bara skil ekki fólk sem stelur hjólum. Ég gæti aldrei gert þetta. Ég meina, hvar eru mörkin? Hvenær hættir fólk að stela? Ef þú stelur hjóli, stelurðu þá ekki einhverju öðru líka? Svo er hjólið hans Rodolfo pínu bilað, en hann fær ekki tíma fyrr en 26.oktober. Ég held að það sé lengri biðtími eftir hjólaviðgerð heldur en bílaviðgerð hér.

Við komum svo kanski heim um jólin : ) Það eru sko góðar fréttir, allavegana fyrir okkur!! Jól á Íslandi eru svo spes. Hér er engin almennileg stemming. Engin í almennilegu jólastuði, þeir gefa varla jólagjafir. Gefa frekar nýjársgjafir. Æ, Belgar eru svo spes. Segi ekki meir.

hafið það gott, þangað til næst** 

 


Efnafræði og mávaskítur

Það er nú ekki af miklu að taka, tíminn gjörsamlega hleypur áfram, og mér finnst ég enga stjórn hafa á þessu, mig vantar svona 10 klukkutíma í sólahringinn, en það verður nú víst ekki af því...maður gerir ekkert annað en að vinna, fara í skólann og sofa. Við sváfum af okkur helgina skötuhjúin...og svo loksins þegar við fórum út að fá okkur frískt loft varð ég fyrir mávaskítsáras...afskaplega huggulegt eða þannig..en "Shit happens" og þó svo að fólki á næstu borðum við okkur fyndist þetta alveg afskaplega fyndið, þá var það ekkert að hafa fyrir því að segja mér frá því að það væri skítklessa á jakkanum mínum og á hárinu. Við nefnilega tókum ekkert eftir þessu, ég fann bara eitthvað koma við mig, og ég hélt að einhver hefði hent einhverju í mig. Ég tók svo ekki eftir sannleikanum fyrr en við vorum að labba í burtu..en allavegana ég hafði góða ástæðu til að fara í laaanga sturtu þegar ég kom heim.

Í dag var ég í efnafræði prófi, brilleraði alveg, fékk 8 af 10 mögulegum, svo það er ekki slæmt. Á fyrsta prófinu fékk ég 9.25 svo ég er á réttu róli. 

en þangað til næst...

lifið heil* 


30. september

Í dag hefði Anton afi minn orðið 79 ára. Eins og pabbi benti mér svo réttilega á, þá hafði hann sko ekki getað hugsað sér betri afmælisgjöf en einmitt þá að Ameríski herinn færi burt. Og í dag fær hann þá ósk sína loksins uppfyllta. Afi var sko ekki mikið fyrir Ameríkanana, ó nei, hvað þá Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn, Kvennalistakonur, o.s.frv. Fyrir honum var bara einn sannleikur; ALÞÝÐUBANDALAGIÐ.  Og það þýddi sko ekki að rökræða neitt um það við hann.

Afi, hann var sko alveg frábær, við vorum alltaf mjög náin, og erum það sko enn. Ég veit að hann er alltaf með mér og fylgist með öllu saman mjög náið.

Lifi minning hans.

Sveinhildur 

 


Working girl...

afbeelding_070.jpg

já, þau óvæntu tíðindikomu upp að mér bauðst fullt starf við kennslu í síðustu viku. Þetta er þó bara "interim" job. Ég er örugg með einn og hálfan mánuð og jafnvel meira...vonum bara það besta. Þessi skóli er hér í Gent, sem er mjög þægilegt, og verð ég að kenna þar fimm daga vikunnar. Þetta er risastór skóli með nokkur þúsund nemendur, svo þetta er algjört draumadjobb allra klarinettuleikara held ég. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Rosalega gott tækifæri, og sérstaklega þar sem tugir klarinettuleikar eru án vinnu, því í sannleika sagt er næstum ógjörningur að fá vinnu hér í tónlist.. Ég er samt líka enn í skólanum, því eins og áður sagði þá er ekkert öruggt í þessum vinnumálum. Sem sagt læra á morgnana og kenna á kvöldin, svo þetta verður ansi þung dagskrá, en þannig hefur mér nú alltaf liðið best.

Við skelltum okkur til franska hluta Belgíu á sunnudaginn, ég hafði aldrei komið þangað til að skoða, bara keyrt aðeins í gegn. Alveg ótrúlegt hvað þetta er ólíkt flæmska hlutanum. Þetta var eins og að koma til annars lands, hrikalega skrítið. Svo tala að sjálfsögðu allir frönsku, og franskan mín...hmm...við skulum bara ekki ræða það neitt...við fórum eins og fyrri daginn með Jaro, Marvik og Thomas André, þau eru alltaf til í svona skreppitúra. 

 

en jæja...best að kíkja á þvottavélina og taka aðeins til hér...

þangað til næst... 

 

 


Fleiri myndir

gatan okkar verður skíðabrekka..?%&??

fengum bréf inn um lúguna í morgun, bara svona rétt til að láta íbúa götunnar vita að okkar gata hafi verið valin til að búa til skíðabrekku..og að einhverntíma í næsta mánuði verði byrjað að hlaða snjó hingað, og gatan verði svo notuð til skíðanotkunar....??hafiði heyrt annað eins...? Nota Bene...þessa dagana er svo heitt og gott veður, 30 stiga hiti í dag, og einhvernveginn ekkert sem minnir á vetur, hvað þá skíði. Þeir eru nú samt svo almennilegir að þeir ætla að leyfa gangstéttinni að vera auðri...

 svona er belgía í dag* 


Íslenskt já takk..

mmm...íslenskt vatn...vorum svo heppin á leiðinni til Rotterdam að finna íslenskt vatn í select á leiðinni..það var svo góð tilfinning* ferðin þangað var í alla staði alveg frábær, vorum bara rétt yfir daginn og löbbuðum um borgina og drukkum kaffi hér og þar í einhverja 5 klukkutíma..yndislegt. Það er alltaf svo gaman að koma til þessarar borgar, var búin að koma nokkrum sinnum áður aðallega þegar ég var að heimsækja Helgu og Andrés en líka nokkrum sinnum utan þess. 

í gær var ég svo að kenna eins og vanalega á mánudögum. nemandi minn hann Pieter, sem er þessi dæmigerði prófessor, hann svarar alltaf skemmtilega, er uppfullur af fróðleik sem flestir krakkar á hans aldri er nokk sama um, hann hlustar aðallega á klassíska tónlist og er lítið fyrir svona nýbylgju popp og menningu. en allavegana kom hann til mín í gær í tíma, og þegar hann átti að byrja að spila tónstigana sína...ó nei, í staðinn fyrir F - dúrinn kom Íslenski Þjóðsöngurinn..ég var nú svona augnablik að átta mig á þessu og horfði gapandi á hann...og hvernig í ósköpunum fórstu að því að finna þetta út..já, hann hafði verið á netinu og fundið vefsíðu Íslands eins og hann orðaði það, og þar var þjóðsönginn að finna...sem sagt upptaka af honum,. svo hann skrifaði nóturnar niður á blað og var búin að læra þetta svo utan að fyrir tímann í gær...finnst ykkur ekki sætt *

en í kvöld erum við að fara að spila með tríoinu, svo ég ætla aðeins að kíkja á hljóðfærið mitt... 

hafið það gott..** 


einkunnir komnar í hús...

og það er skemmst frá því að segja að mér gekk alveg mjög vel í þessum prófum, það voru bara 2 próf af einhverjum 15 - 20 prófum í heildina yfir árið sem ég náði ekki, og er það bara svipað og hjá öðrum bekkjarfélögum, það voru reyndar ansi fáir sem náðu öllum prófunum...en ég er allavegana yfir mig ánægð með þennan árangur minn á fyrsta ári. 

annars var dagurinn í gær hinn furðulegasti...fengum til dæmis bankakort vafið inn í dagblað í póstinn hjá okkur..?? og svo fékk ég sms á frönsku um að einhver væri hreinn og strokinn því sá hinn sami hefði verið í sturtu..!!!vá þvílíkar fréttir...já, kanski hér í Belgíu, þar sem ekki öllum er mjög vel við að þvo sér of mikið og velja fremur svitalykt heldur en sápulykt...en þetta var sem sagt ekki ætlað mér þetta sms...í morgun fór ég svo með bankakortið til löggunnar, ekki beint þægilegt að vera með bankakort einhvers í höndunum.. 

dagurinn endaði með endæmum vel, fengum fólk í mat til okkar og snæddum við gourmet...mmm...svo var ég búin að búa til tvöfaldan desert, sítrónupæ, og romm/kókos kúlur, og bæði tvö slógu í gegn.

Núna vorum við að koma heim úr grillveislu, á la Chile... = mikið af kjöti og og rauðvíni og setið lengi að....virkilega ánægjuleg kvöldstund... skellum okkur svo með þessum fólki til Rotterdam í fyrramálið og eyðum deginum þar...nice...

þangað til næst! 


Bestu frettir dagsins

eru thaer ad Magni vann ekki Supernova, hann a miklu betra skilid en thad.... thetta er topp songvari sem er buin ad vera landi og thjod til soma og svo virdist thetta vera svo godur strakur...enda held eg ad thad hafi att storan thatt i ahuga islendinga a thessu ollu saman, hvad hann hefur verid mannlegur allan timann og haldid sinum stil i gegnum surt og saett....vid getum verid enn einu sinni stolt af okkar folki, thad er alveg sama hvad vid tokum okkur fyrir hendur, alls stadar eru islendingar ad gera goda hluti. 

afsakid ad eg er ad skrifa af belgisku lyklabordi nuna... en best ad halda afram med raudvinid goda... var ad borda besta mat ever....  a la chilena, va ekkert sma gott, mig a eftir ad dreyma um matinn i nott, eg sver thad... laet heyra af mer a morgun...einkunnatimi.....


28 stiga hiti og sól : )

img_0327.jpg

já, það er ekki hægt að kvarta yfir svona veðri, en að sjálfsögðu á að fara að rigna á morgun...svo það er um að gera að notfæra sér daginn í dag til að spóka sig um í bænum...

síðasta prófið í morgun, og einkunnar afhending á fimmtudaginn..ég vona að þetta hafi nú svona mest megnis gengið upp hjá mér. Annars er bara að bretta upp ermarnar og halda ótrauður áfram, það er enginn lausn að gefast upp ef á móti blæs...

skólinn byrjar svo aftur 25.september, svo það eru enn tvær vikur í það.  

ég set hérna inn eina mynd af henni Rakel Önnu, hún er dóttir bróður míns og söru kærustu hans.. hún er mesta dúlla í heimi.. og henni vefst sko ekki tunga um tönn... Ullandi hún er einmitt guðdóttir mín...

 

svo er það Magni okkar...sð syngja í kvöld...það verður spennandi...ég er reyndar búin að lesa spoilerana um kvöldið í kvöld, svo maður veit að hann mun standa sig vel...vona bara að hann vinni þetta ekki, eins og svo margir aðrir...

en núna ætla ég út í sólina....

 farið vel með ykkur...

 


barnapía...

4c1dre2.jpg

já, það er sko líf og fjör hér á heimilinu í dag... ég er að passa litla guðsoninn okkar, hann Thomas André...hann er rétt rúmlega 7 mánaða og er sko sætastur...hann hérna hjá okkur í allan dag, svo það verður sko hægt að æfa sig í mömmuleik..!!

núna  er hann sofandi svo ég ætla að reyna að kíkja aðeins í bók...á bara eitt próf eftir og það er planið að taka það með stæl!!

Það er aftur komið æðislegt veður, var búið að vera frekar leiðinlegt síðan við komum, en núna er bara komin bongóblíða, í fyrradag 27 stiga hiti og sól, en eitthvað aðeins minna núna..i kringum 20 gráðurnar....ekki slæmt, vona að það haldist þannig næstu daga.

Svo erum við byrjaðar að spila í tríoinu okkar, ein var hætt í fyrra því hún var að flytja aftur heim til sín, svo við erum búnar að finna nýjan es- klarinett leikara í staðinn, og vá við erum að tala um rosa góðan spilara, svo þetta er allt saman mjög jákvætt...þurfum að spila eina "reception" núna í september, og svo er bara að vona að við fáum einhvað að spila meira, þetta er óttalegt hark...

jæja, einhver er vaknaður....gaman, gaman...

 knús*

svt 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband