kveðja frá Gent....

snow in Gent

heil og sæl...

 

Já, það hefur margt drifið á daga okkar síðan ég skrifaði hér síðast, enda orðið all langt síðan!!

Við höfðum planað að flytja til Amsterdam í sumar en það gekk ekki eftir. Það var gjörsamlega ómögulegt að finna húsnæði sem við höfðum efni á og eftir margar ferðir til Amsterdam ákváðum við að vera hér í Gent eftir allt saman. Við sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun....

Ég hætti að kenna hér í Tónlistarskólanum því þetta var endalaust stríð með hvað marga klukkutíma maður fékk á viku og aldrei neitt fast, alltaf að leysa af kall sem var alltaf fullur, og alltaf óvissa um hvenær og hvort hann kæmi aftur. Alveg óþolandi ástand. Ég ákvað því að venda kvæði í kross og sótti um starf á hóteli hér í Gent. Var ekki lengi að heilla hótelstjórana og fékk starfið um leið Wink Þar er ég ábyrg fyrir barnum, og þarf sem sagt að sjá um allt sem að honum snertir; pappírsvinnu, pantanir, og svo framvegis... Ég vinn líka við morgunmatinn og er einnig við "Administration"  eins og í dag. Þar sem það er síðasti dagur mánaðarins þá er alveg svakalega mikið sem þarf að færa inn í tölvuog reikna út. Bara mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf, ég er allaveganna mjög ánægð! 

Við komum heim um jólin, þrátt fyrir kreppuna. Hér sko líka "crisis" og allt mjög dýrt, og þetta er spurning um að vera mjög skynsamur í innkaupum og maður getur ekki leyft sér neitt!  En vonandi fer þetta nú að batna, þetta getur nú varla versnað....eða hvað..?

Það er mjög skrítið að fylgjast með öllum þessum hræðilegu vandræðum á Íslandi úr fjarlægð. Sérstaklega í byrjun þegar ég fékk sms frá Hallveigu vinkonu um að Ísland væri gjaldþrota og að Geir H. Haarde hefði verðið með svaka tilfinningalega ræðu um Ísland. Ég var í vinnunni það kvöld og var alveg miður mín. Næstu kvöld á eftir töluðu "buisness" kúnnarnir um lítið annað en "crisis" á barnum á hótelinu og oftar en ekki kom Ísland til tals. Ég reyndi mitt besta til að verja málstað okkar og í raun stolt okkar Íslendinga. Því miður hef ég fengið að heyra mörg leiðinda komment um okkur þegar ég segist vera frá Íslandi. Og ég er svo stolt af þjóðerni mínu að mér dettur ekki í hug annað en að segja eins og er! En það spyrja mig náttúrlega allir hvaðan ég er þegar þeir sjá nafnið mitt... En sem betur fer er meira af fólki sem áttar sig á að venjulegt íslenskt fólk er ekki til að skella skuldinni á vegna Ice Save. "nota bene" mjög stór hlutur kúnna okkar eru Hollendingar og Bretar...

En nóg af krepputali. Það eru að koma jól og eins og ég sagði komum við heim en bar aí örheimsókn frá 23. til 28 desember því ég þarf að vinna um áramótin! Það verður skrítið! En þetta eru svo frábærir vinnufélagar svo ég kvíði engu! 

Síðustu helgi snjóaði hér hjá okkur í Gent, mjög óvenjulegt og því fór allt í klessu. Hraðbrautin lokaðist í lengri tíma, fullt að árekstrum og slysum og lestarseinkunum....alveg ótrúlegt. Ég naut mín í botn og á leiðnni í vinnuna tók ég nokkrar myndir sem ég vonandi get sett hér inn með þessari færslu. 

snow_017.jpg

En hafið það gott. Knús til ykkar allra,

 

Sveinhildur

xxx

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband