Á bólakafi í bókunum...og það er 22 stigum heitara hjá mér en á elsku Fróni...

Kláraði loksins að taka upp úr töskunum áðan. Síðan við komum heim er ég búin að vera á kafi í próflestri, ekki veitti af þar sem próflestur á Íslandi í jólafríi fer einhvern veginn alltaf fyrir ofan garð og neðan. Var svo í fyrsta prófinu mínu í dag, og það gekk glymrandi vel. Fer ekki í próf aftur fyrr en næsta mánudag, en það er efnafræðin, svo það er eins gott að halda vel á spöðunum. Byrja strax í fyrramálið!!

Hér er veðrið alveg yndislegt, 12 stiga hiti, og ég hef ekki einu sinni þurft að kveikja á miðstöðinni (gasinu) í dag, sem getur sparað alveg svakalegar fjárhæðir, því það er sko dýrt að hita upp húsin hér. Það er staðreynd, og hver dagur án þess að kveikja á blessaða gasinu er góður dagur fyrir budduna.

En aftur að Íslandi..jólin voru alveg yndisleg!! Það er ekkert eins gott og að eyða jólum á Íslandi. Við sváfum svo mikið, borðuðum og virikilega höfðum góðan tíma með fjölskyldunni. Alveg fullkomið!!

Náðum svo að hitta vinina og það var lika alveg meiriháttar. Takk fyrir frábært partý Rakel og Óskar!! Mojito slær alltaf í gegn! Þarna voru fyrir utan gestgjafana Vigdís, Erla, Finnur, Margrét og Axel. Mjög góður félagsskapur. 

Náði svo rétt í skottið á Tónó stelpunum og við gátum fengið okkur einn kaffibolla saman...

En ég lofa að láta heyra frá mér fljótlega...

hafið það gott..

Sveinhildur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst að ég náði ekki í skottið á þér Sveinhildur..... en vonandi næst!

Kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 22:52

2 identicon

Ég missti því miður líka af ykkur. En takk fyrir jólakort og gleðileg jól, gleðilegt nýtt ár,  og takk fyrir þau gömlu. Gangi þér vel í prófunum.

Kv.

Fjóla 

Fjóla Dögg (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband