21.12.2006 | 23:15
seinkun, meiri seinkun, elding, mikill hristingur, vinir, fjölskylda...osvfr. þvílíkur dagur...
...en að lokum lentum við heil á höldnu á Keflavíkurflugvelli. Já, íslensku flugmennirnir stóðu sig vel og lentu í brjáluðu veðri í dag í flugi okkar frá Amsterdam. Þetta var ansi mikill hristingur, og fyrir þá sem þekkja mig vel vita að ég er ekkert mikið fyrir svona flugvéla hristing, en ég get lofað ykkur því, að þetta er það versta sem ég hef lent í. Ein elding á milli vina svona við gluggann hjá mér og aumingja Rodolfo er örugglega með óteljandi marbletti eftir að ég tók hvað eftir annað í hann.
En, þetta var nú ekki allt neikvætt, hittum Inga Garðar á flugvellinum í Amsterdam og m.a.s sátum í sömu sætaröð, þvílík tilviljun! Það var ekkert smá gaman að hitta hann og geta spjallað almennilega, ekkert smá langt síðan við höfum talað almennilega saman. Hann á heima í Den Haag ásamt fjölskyldu sinni, svo vonandi verður hægt að plana hitting bráðlega í öðru hvoru konungsríkinu. Það fyndnasta var svo að þegar við vorum að bíða eftir töskunum okkar, hélt ég að ég væri með óráði!! Hverjir voru þar að bíða eftir töskunum sínum...???? Helga, Andrés, Gréta, Björk og co. en þau áttu að vera á leið út en ekki heim. Þau áttu því miður flug með British Airways og þeir þorðu ekki að lenda... svo þau þurftu að taka farangurinn sinn aftur fara á hótel í Reykjavík og vonandi fljúga svo á morgun út til London, og svo áfram til Hong Kong...vonum það besta fyrir þau. Þau voru allavegana vel "nestuð" fyrir kvöldið, enda gátu þau farið í fríhöfnina á meðan þau biðu eftir töskunum.
Á leiðinni heim frá flugvellinum komum við við hjá ömmu og komum henni sko heldur betur á óvart, ég var búin að segja henni að við myndum ekki koma fyrr en á morgun, svo hún var ekkert smá ánægð að sjá okkur, þessi dúlla.
Erum búin að fá æðislega soðna ýsu með kartöflum, og að fá fisk sem bragðast eins og fiskur er þvílíkur munaður..mmm...og svo íslenska vatnið...
en ég ætla að njóta fjölskyldunnar núna...
ég óska ykkur öllum gleðilegra og afslappaðra jóla****
Sveinhildur
Athugasemdir
Sæl gella. Við erum komin heim og langar alveg helling að hitta ykkur, bjallaðu ímig þegar þú færð þetta og við plönum eitthvað.
Kv. Helga
Helga'Netta (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.