Kuldi og Kompás...

Það er loksins komin betur hér, hann skall á í gær með þvílíku kuldakasti..m.a.s kuldaþoka úti. Þó svo hitastigið sé ekki lágt, um 2 - 4 gráður, þá er það ansi mikil breyting. Og eins og ég hef svo oft sagt áður er kuldinn hér svo kaldur. 

Ég er búin að vera í rólegheitum í dag, var ekki í tíma í dag í skólanum, svo ég gat sofið aðeins út og er svo búin að vera að læra efnafræði og annað fag, sem ég veit ekki hvernig þýða skal yfir á hið ástkæra móðurmál, "gemeenschapsvoeding" allt um stóreldhús á spítölum og stórum stofnunum og hvernig maður skipuleggur matseðlana út frá hinum ýmsu aðstæðum og reglum. Það er einmitt mikið lagt upp úr því að til dæmis á elliheimilum fái fólk mjög fjölbreyttan matseðil, þar sem það býr þar í langan tíma. Þá verður mér nú svo oft hugsað til síðasta sumars. Ég var að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði, það var nú svo sem ekkert að matnum, en að það væri mikil fjölbreytni...mmm..ekki alveg...

nú styttist bara í heimferðina...get ekki beðið eftir því að lenda á keflavíkuflugvelli og finna íslenska loftið streyma inn í flugvélina...komast svo heim í faðm fjölskyldunnar og fá íslenskan fisk..namm...er ekki annars fiskur í matinn, mamma..?

Ég las um þennan fræga Kompás þátt og horfði svo sjálf á hann...og mér finnst að einhver sjónvarpsþáttur á stöð 2 eigi nú ekki að vera að leika hæstarétt...svona mál eiga bara heima í dómsölum og allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Maður veit aldrei hverju skal trúa í svona málum sem koma upp í fjölmiðlum...hefði ekki tímasetningi geta verið önnur líka...? rétt fyrir jól...mér finnst það ekki smekklegt. Ég er hvorki að segja að maðurinn sé saklaus eða sekur, bara sjónvarpsþáttur á ekki að vera í svona löguðu, þetta land verður því miður alltaf meira og meira líkt ameríkunni, þar sem svona lagað þrífts vel í sjónvarpi og dagblöðum, og það er greinilega það sem íslenskir fjölmiðlar ( sumir allavegana ) eru spenntir fyrir..æsifréttum í stað málefnalegrar umfjöllunar þar sem farið er skýrt og skorinort ofan í málin en ekki búin til súpa af allskonar staðhæfingum og ásökunum, sem í raun ekki er unnið vandlega úr...  En þetta er bara mín skoðun.

læt þetta duga í bili....er að fara að kenna...

hlakka til að sjá ykkur heima....

sveinhildur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband