Hola!!

Er komin tími til að láta vita af sér eða hvað...? Var án internets um tíma, og svo er náttúrulega bróðir Rodolfo hér enn. Það er búið að vera mjög gaman að hafa hann hér. Gaman að loksins hitta einhvern úr fjölskyldunni frá Chile.  Rodrigo talar ekki ensku, svo ég er búin að vera að talandi spænsku síðustu daga..rosalega góð æfing. Búin að koma mér sjálfri alloft á óvart! Annars er allt við það sama, brjálað að gera, kenna og í skólanum, og prófin eftir áramót eru farin að láta vita af sér...smá stress farið að gera vart við sig, ég er m.a.s farin að læra!!! 

Farið að styttast í heimferð, ég er byrjuð að kaupa jólagjafir, fór í bæinn í gær og náði að kaupa 5 jólagjafir, góð byrjun! Helgin fer svo í Claribel, æfing á morgun og svo tónleikar á sunnudaginn...úff..þetta þýðir að vakna mjög snemma á sunnudaginn, því þessir tónleikar eru í einhverri kirkju langt í burtu, um morguninn,....alltaf jafn kristilegir tímar.

Er að fara í próf á þriðjudaginn, verkleg efnafræði, skriflegt próf, sem betur fer.. gott að vera búin með þetta fyrir jól. 

Æ, ég er svo andlaus...ég er þreytt...get ekki beðið að komast heim í jólafrí

knús til ykkar allra*** 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband