Napóleon og nafngiftir...

Þegar Napóleon kom sá og sigraði hér í Belgíu, skipaði hann svo fyrir að allir bæir og öll krummaskuð skildu hafa nafn. Jafnframt skipaði hann svo til að allir yrðu að vera með eftirnafn "family name". Fólk var nú mishrifið af þessari hugmynd, og í mótmælaskyni gaf það bæjunum og fjölskyldum sínum hin skringilegustu nöfn, og þá erum við að tala um mjög skringileg nöfn. Það keyrði þó um þverbak um daginn þegar ég heyrði eitt af nöfnum smá þorps hér í Belgíu. Það heitir Aarschot á frummálinu...og hvað haldiði að þetta þýði...??? Endaþarms skot!!!!!!! Og þetta nafn er enn á bænum og öllum finnst þetta bara alveg eðlilegt, það er það besta. Og þetta er sko ekki eina dæmið um svona rassa heiti á bæjum. Það er svæði rétt hjá Antwerpen sem er kallað "the anal triangle" og þar eru þrír bæir rétt hjá hvor öðrum með svona rassanöfnum. Svo eru það fjölskyldu nöfnin. Það var t.d strákur með mér í conservatoríinu og hann heitir Jonas de pannecouck = Jónas pönnukaka, svo er einn með Voet = fótur sem  eftirnafn, og svona mætti lengi telja.

Mikið er nú gott að Napóleon komst ekki til valda á Íslandi. 

Ég er að fara að hlusta á Mozart Requiem á morgun, klarínettukonsertinn hans Mozarts verður líka fluttur, maður getur alltaf hlustað á hann aftur og aftur...svo ætla ég að fara á Amadeus á sunnudaginn, það verður í 3ja sinn sem ég fer, þetta er bara svo flott sýning. Gerð eftir sama handritit og bíomyndin var gerð eftir og með "live orchestra" sem Rodolfo er að spila í. Það útskýrir af hverju ég er að fara í 3ja sinn..Rodolfo fær alltaf boðsmiða. 

Sannkölluð Mozart helgi....

mánuður til jóla og 27 dagar þangað til við komum til Íslands...vá hvað ég er farin að hlakka til.

þangað til næst** 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband