18.11.2006 | 23:17
Dv síðasta laugardag...11.nóvember.
Ég er alltaf viku á eftir með að lesa dagblaðið og Hér og Nú, en þessi blöð finnst mér ákaflega gaman að glugga í á laugardögum. Nema hvað, að þau koma á netið viku eftir útgáfu. Það skiptir mig svo sem engu máli, ég les þetta bara svona til að sjá íslenskar greinar og fréttir og til að geta verið inn í slúðrinu svona pínulítið.
En, sem sagt í dag las ég grein sem virkilega snerti mig (forsíðufréttin). Ung kona, 30 ára greind með ólæknandi krabbamein og hún er einstæð þriggja barna móðir. Mikið rosalega fær svona mann til að hugsa. Maður er alltaf að kvarta yfir einhverju, þegar maður hefur það svo gott!! Þessi stúlka er ekkert smá dugleg, og heldur sér rosalega vel til greinilega, svo vel að það sést ekki á henni að hún sé svo veik. Tvö af börnunum hennar búa hjá henni, en yngsta barnið er hjá pabbanum, þar sem hún á of erfitt með að sjá um öll 3 börnin vegna veikindana. Ef einhver vill lesa þessa grein, þá er hún á www.visir.is undir vefblöð, og velja bara DV 11.nóvember.
En að einhverju öðru...
pabbi var að kvarta yfir að ég hafi ekki bloggað í langan tíma, þetta væru bara uppskriftir hjá mér...hann fær nú samt að prófa þær um jólin...og ég gruna hann nú um að vera pínu forvitin yfir því...
Ég hlakka svo til jólanna, ég er sem betur fer í fáum prófum eftir jólin, svo það verður minna stress þetta jólafrí heldur en í fyrra. Ég get ekki beðið eftir að labba niður laugaveginn, þá fyrst kemst ég í jólafílíng, hér er allt svo hallærislegt, og enginn er að halda of mikið upp á jólin, engin er í svona ekta hátíðarskapi, jólin eru bara eitt frí í viðbót. Meira segja allir í skólanum 23.des. Fríið byrjar bara 24. desember. Áramótin miklu meiri ástæða, og hér fá allir flottar áramótagjafir, en um jólin eru bara svona mini gjafir...Æ, hvað á ég að segja það oft...Belgar eru svo spes...eða betur sagt, þeir eru svo ólíkir okkur Íslendingunum.
Annars er allt bara í rólegheitunum...þannig lagað, planið er að byrja að læra af einhverju viti á morgun, ég er reyndar búin að segja þetta síðustu laugardagskvöld síðustu vikur, og ég er enn ekki byrjuð, en ég lofa sjálfri mér því að vera dugleg á morgun..og það er ekki gott að svíkja sjálfan sig...
en..því lofa ég líka að blogga fljótt aftur....
svo þangað til næst...
sveinó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.