uppskrift af bulgogi og japönskum karrý rétt

Jæja, hér koma uppskriftirnar 2 sem ég var búin að lofa ykkur...

Bulgogi (frá Suður - Kóreu)

Nautagúllas (magn eftir hvað margir ætla að borða, c.a 200 gr. á mann)

marinering : (fyrir fjóra)

                    niðursneiddur laukur (1-2 á mann)

                    8 msk. soja sósa

                    4 msk. sesame olía

                    2 tsk. hvítlauksduft

                    1 msk. sykur

                    pipar

                    sesame fræ

kjötið látið marinerast í 2 - 3 klukkutíma og svo steikt á pönnu...

borið fram með hrísgrjónum og grænmeti.

 

Nú svo er japanska karrýið..

Japanskur karrýréttur 

ólífuolía

sesame olía

grænmeti (laukur, gulrætur, sveppir, broccoli.....)

Dashimo motto (c.a 2 msk. fyrir 3-4)

Vatn 

Kjúklingur (bringur skornar í bita )

Japanskt karrý 

Í pott :

ólífuolía eða t.d sólblómaolía á móti sesame olíu í hlutföllunum 3/4(ólífuolían) á móti 1/4 (sesame olían)

steikja lauk, gulrætur, papriku, broccoli, sveppi eða hvað grænmeti sem fólk vill (nokkrar tegundir) 

þegar grænmetið er orðið gott, þá bæta Dashimo motto út í. Hræra vel og bæta kjúklingnum út í.

Bæta svo vatni við eftir að kjúklingur hefur brúnast pínu. 

Að lokum er karrýinu bætt út í.

Borið fram með núðlum.

 

Verði ykkur að góðu...mmmm.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff hvað er erfitt að fá að kommenta hjá þér :(  Ég hef margoft reynt og ekkert gengið, jæja kannski tekst þetta núna.  Hvað er dashimo motto?  ER japanskt karrý mjög frábrugðið þessu íslenska (knorr ;) )? 

Kerla

Kerla (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 11:22

2 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

hæ dúllan mín, hvað segirðu, er erfitt að kommenta hér..hmm..Það er ekki nógu gott..ég sem helt bara að allir væru svona kommentalatir...ég er búin að kikja á stjórnborðið mitt, og ég get ekki séð annað en að það eigi að vera allt í lagi að kommenta, en ég og tölvur... það er annað mál. En dashimo motto, þetta er svona fiskikrydd...er notað mikið notað í oriental rétti. Og japanska karrýið, það finnst mér vera allt öðruvísi, miklu mildara og ekki eins yfirgnæfandi eins og "venjulega" karrýið okkar...

knús*

og endilega halda áfram að kommenta : )

Sveinhildur 

Sveinhildur Torfadóttir, 16.11.2006 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband