Japanskt karrý..

Okkur var boðið í japanskan mat í vikunni. Það var rosalega gott!! Grænmeti og kjúklingur með japönsku karrý, borðað með núðlum. Algjört lostæti. Ég er búin að fara í kínverska supermarkaðinn og kaupa nauðsynlegar vörur til að taka með mér heim um jólin. Þetta ætla ég að elda fyrir fjölskylduna ásamt suður - kóreskum rétt líka sem vinur okkar eldaði fyrir okkur um daginn, sá hinn sami sem eldaði japönsku máltíðina. 

Það er kominn vetur hér, í dag bara 10 stiga hiti, en samt sól. En 10 stiga hiti hér kallar á trefil, hanska, og góða úlpu. Ég held að allir sem hafa búið hér á evrópu slóðum geti vitnað um þetta...

Rodolfo er að spila tónleika, fimmtu sinfóníu Shostakovich í kvöld og á morgun, svo tekur Amadeus við næstu helgi hjá honum og einnig Mozart Requiem eina helgina. Svo hann hefur meira en nóg að gera.

Fríið er alveg að verða búið.... allt fer á fullt á mánudaginn, og ég er nú ekki búin að vera dugleg að gera eitthvað, nema að fara í ræktina, það hef ég gert ansi samviskusamlega. En ég hef morgundaginn til að kíkja aðeins í skólabækurnar og læra fyrir próf á mánudaginn...það verður víst ekki komist hjá því..

en læt þetta duga í bili...

knús.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki getur þú deilt uppskriftinni með okkur hinum?????

 Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 18:01

2 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

ekki málið, lofa því í næstu færslu. Ætla að fá aðeins betri leiðbeiningar hjá matreiðslumeistaranum...knús...

Sveinhildur Torfadóttir, 7.11.2006 kl. 14:23

3 identicon

Við bíðum spennt með vatn í munni eftir að smakka þessi herlegheit. Gott að vita aað ekkert þarf að kaupa í jólamatinn þetta árið  ha,ha,ha. Jú ætlið við kaupum ekki eitthvað spennandi að vanda (svið og annan þorramat að hætti hússins!!!)

Kveðja pabbi og mamma

Torfi Karl (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 22:15

4 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

hmmm.......veit ekki alveg með svið og annað "lostæti" en þið megið alveg kaupa hamborgarahrygg, svo mikið er víst....

Sveinhildur Torfadóttir, 8.11.2006 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband