29.10.2006 | 21:44
hvalveiðar, kvef og kökur...
þá er maður búin að næla sér í kvef, og ofan á ofnæmið mitt er þetta alveg skrautlegt. Síðustu daga er ég búin að vera með óþolandi bergmál af sjálfri mér inni í höfðinu, sem sagt þegar ég tala, þá heyri ég röddina í "echo" og það er satt best að segja óþægilegt. Ég heyri líka frekar illa þá með öðru eyranu, þannig að þetta er pínu skrautlegt. Það er vonandi að þetta fari að lagast...
Það er sem betur fer komið vikufrí....þarf ekki að fara að kenna eða í skólann 6. nóvember, svo næsta vika verður róleg. Reyna að vinna upp í skólanum, ekki mikill tími til að læra virka daga með allri kennslunni. Talandi um kensluna, ég fékk að vita á föstudaginn, að ég get kennt út nóvember mánuð, sem sagt búið að framlengja um einn mánuð. Gott mál!
Ostaterta er mér ofarlega í huga þessa dagana. Mamma ætlar að senda mér nokkrar uppskriftir, en ef einhver á einhverja stórkostlega uppskrift af ostaköku..mmmm...þá má alveg senda mér hana..takk, takk..
Ég get nú ekki sleppt því að tala um blessuðu hvalina...það er alltaf verið að spyrja mig um þá, hvað við séum að gera með að veiða þessi grey...og mitt svar er alltaf það sama"mmmm....nammi, namm...hvalur er ekkert smá góður, mmm.. á grillinu, smá salt og pipar....mmm...." og þá hætta þau að spyrja.. en svo reyni ég að útskýra eftir bestu getu hvað sé í gangi, ég er bara ekki nógu vel inni í þessu málefni..en hér hefur greinilega verið umfjöllun um þetta, og þá ekki á jákvæðum nótum...Ég passa mig bara á að fara ekki í Eat Willy stuttermabolinn minn, sem var gerður fyrir útskirftarnema MR árið 1997, og já, ég á hann sko ennþá!!!
Í lokin, setti hér inn mynd af Maria José, hún er dóttir hans Rodrigo, sem er bróðir Rodolfo. Hann og konan hans eru að koma til okkar í lok nóvember. Það verða sko fagnaðarfundir, því Rodolfo er ekki búin að hitta bróður sinn í tæp 4 ár, ímyndið ykkur, það er ansi langur tími.
hafið það gott...
þangað til næst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.