ATHYGLISVERT!!

já, ég fór út í búð í dag, sem er nú ekki frásögum færandi. En á leiðinni heim var ég að velta fyrir mér hvað þetta hafi kostað, og hvað það sama myndi kosta á Íslandi. Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í Belgíu. Ég ákvað því að leyfa ykkur að sjá hvað ég fékk mikið fyrir peninginn minn í dag. Taka skal fram að ég fór ekki í "ódýru" búðinu heldur í svona belgískt Hagkaup. Virkilega flott búð sem leggur sig fram við að vera með allt ferskt og gott. Rosalega mikið vöruúrval og já, einfaldlega góð búð, en dýr!

En það sem ég keypti var:

4 eldhúsrúllur 

1/2 l. af mjólk 

2 pela af rjóma (20 cl)

500gr. rósakál

samlokubrauð

icebergsalat haus

500gr. spagetti

4 ávaxta jógúrt

kirsuberja tómata

ferskt kóríander

uppþvottalög 

og allt saman kostaði þetta...: 10,08 evrur sem gerir rétt innan við 900 krónur íslenskar!!!

nú væri ég til í að vita hvað það sama kostaði á Íslandi.... getur einhver sagt mér það?

 

p.s fólki finns dýrt að versla hér í Belgíu...mér líka.

Og þegar ég kem heim til Íslands fæ ég alltaf vægt sjokk þegar ég fer í matvörubúð. Ég reikna þá alltaf allt út í evrum og næ því ekki hvað er allt rosalega dýrt á okkar annars ágæta Íslandi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer í Hagkaup á morgun og geri "verðkönnun" Pabbi

Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 23:49

2 identicon

Kostar tad sama i DK.

Kristjana sem ad fann blogg hja gomlum skolafelaga

kristjanabirgisdottir@hotmail.com

Kristjana (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 06:51

3 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

gamana að heyra af þér Kristjana..vá, það er orðið ansi langt síðan...vona að þú hafir það gott...

Sveinhildur Torfadóttir, 27.10.2006 kl. 09:24

4 identicon

Jæja, pabbi þinn gerði mjög "vísindalega" könnun á þeswsu fyrir þig í Hagkaupum og Bónus.
Niðurstaðan var sú að vörur sem þú keyptir fyrir 10.08 Evrur (866 ísl. kr.) Kostaði í Hagkaupum 2267 (26.34 Evrur) en í Bónus kostaði þetta 1168 (13.57 Evrur) Gengi Evrunnar í dag 27/10/2006 er 86.06 kr. (Ferskt koriandre var ekki til í Bónus og ekki eru ti 1/2 lítra mjólkurumbúðir hér) Belgía hefur því vinninginn, en Bónus er fast á eftir ykkur. Hagkaup slá allt út eins og búast mátti við. Að sjálfsögðu verður að hafa í huga að ekki er endilega um sömu vörutegund að ræða í þessari könnun, en vöruheitin þau sömu.

Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 17:17

5 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

pabbi!! Í fyrsta lagi til hamingju með daginn. Stórafmæli!! Það væri nú gaman að vera á Íslandi í dag. Takk fyrir verðkönnunina, þú ert brilljant, það er staðreynd!!

Sveinhildur Torfadóttir, 27.10.2006 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband