Var þetta Íslendingur..?

jæja, sunnudagurinn er runnin upp að nýju og í þetta sinn eftir ansi stuttan svefn...zzzz...fórum ekki að sofa fyrr en sex í morgun. Rodolfo var að spila í Mozart uppfærslunni í gær og ég skellti mér til vina okkar á meðan, og áður en við vissum af vorum ég og Marina búnar með einn og hálfan líter af rauðvíni..mmm..vín frá 1989, algjört eðal, ekkert smá gott....Rodolfo kom svo þangað og við héldum áfram spjalli langt fram eftir nóttu. Þurftum svo að vakna "snemma" (12 á hádegi) í dag. Og Rodolfo er aftur farinn að spila. Nóg að gera þessa dagana.

Á föstudaginn var ég á leið í skólann með strætó, framarlega í strætónum sat maður, og ég hugsaði strax, hmm...hann gæti nú verið íslendingur. Ég fór aðeins að pæla hverjum honum líktist, og ég var ekki frá því að þetta væri nokkuð líkt Einar Jóhannessyni (klarinettuleikara). Ég var svo ekkert að pæla neitt meira í þessu, fannst hann bara með íslenskan prófíl. Nú, svo örlítið seinna stendur maðurinn upp og labbar í áttina til mín til að fara út úr strætónum, og viti menn, hann var í 66° norður peysu!! Ég varð ekkert smá hissa, var þetta kanski Íslendingur eftir allt saman, mér fannst þetta svo fyndið. Ég veit að það eru ekki margir Íslendingar hér í Gent, en tja, aldrei að vita...  

Úr matseldinni minni þessa vikuna held ég að ég verði að segja að roastbeefið mitt og rjómalagaða sveppasósan mín(sjálfgerð, ekki úr pakka) frá því í gær, standi upp úr!! Þetta var virkilega gott...

Ég smakkaði líka grískan pastarétt um daginn, og það var rosalega gott. Mamma nemanda míns bauð mér í hádegismat síðasta laugardag eftir að ég var búin að kenna, ekkert smá nice, og þá bjó hún þetta til. Rosalega gott. Það er nú ekki alvenja að ég sé að fara til nemenda minna í matarboð, en þessi mamma er alveg sérstaklega indæl við mig. Þennan dag var verkfall í strætó, og svo að ég kæmist til að kenna kom hún og sótti mig, bauð mér svo í hádegismat og keyrði mig svo aftur til Gent. Hún er alveg frábær! 

Núna er bara ein vika eftir af skólanum og kennslu og svo haustfrí í eina viku. Virkilega velkomið!! 

ég bið ykkur vel að lifa*

þangað til næst* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ.
Ég rakst á síðuna þína í gegnum síðuna hennar Fönnsu. Frábært að geta loksins lesið fréttir af þér mín kæra!
Kv. Heiða í Þorlákshöfn (LV).

Heiða (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband