mmm...empanadas...

já, ég verð að segja að ég eldaði alveg svakalega góðan mat í kvöld. Empanadas a´la Chile, Og pebre. Ekkert smá gott, en tekur svakalega langan tíma í undirbúningi. Í heildina var ég 3 klukkutíma að elda þetta. Þetta er algjör handavinna. Fyrst að skera fullt af lauk og setja í pott með smá vatni, láta vatnið sjóða af og svo bæta kjötinu við og láta það brúnast. Svo er kryddi bætt við og allt látið krauma saman. Svo þarf að búa til deig, því kjötið er bara fylling. Ofan á kjötið er síðan sett ólífur og harðsoðin egg. Svo býr maður til voða fallega "hálfmána"  og setur svo inn í ofn. Með þessu er svo Pebre ómissandi. Þetta er sósa úr tómötum, lauk, hvítlauk, alsskonar kryddum, fersku kóríander, chilli, ólífuolíu, sítrónusafa og fleiru. Þessi sósa er algjört æði!! Þetta sló alveg í gegn hér í kvöld og það eru allir búnir að borða yfir sig.

En nóg um matargerð.

Hér er enn sól og sumar, það er alltaf hlýtt og sól. Það er eitthvað skrítið í gangi. Venjulega er óstöðvandi rigning á þessum árstíma. En við njótum þessa á meðan er. 

Hjólinu mínu var stolið! Það er ekki eins og það sé einhver stór frétt hér í Gent, en ég bara skil ekki fólk sem stelur hjólum. Ég gæti aldrei gert þetta. Ég meina, hvar eru mörkin? Hvenær hættir fólk að stela? Ef þú stelur hjóli, stelurðu þá ekki einhverju öðru líka? Svo er hjólið hans Rodolfo pínu bilað, en hann fær ekki tíma fyrr en 26.oktober. Ég held að það sé lengri biðtími eftir hjólaviðgerð heldur en bílaviðgerð hér.

Við komum svo kanski heim um jólin : ) Það eru sko góðar fréttir, allavegana fyrir okkur!! Jól á Íslandi eru svo spes. Hér er engin almennileg stemming. Engin í almennilegu jólastuði, þeir gefa varla jólagjafir. Gefa frekar nýjársgjafir. Æ, Belgar eru svo spes. Segi ekki meir.

hafið það gott, þangað til næst** 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmm... hvers konar krydd eru þetta? Veistu tul hvers laukurinn er soðinn? Hvernig verður hann eftir á? Kannski sætari en með safanum? Er hann ekkert notaður? Hlakka til að sjá ykkur um jólin!! :)

Kerla

Kerla (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 15:48

2 Smámynd: Sveinhildur Torfadóttir

hæ Kerla. Sko kryddin í sósunni eru: oregon, basilikum, salt, pipar, kúmen og svo ferskur chili og kóríander. kjötið kryddaði ég með paprikudufti, pipar, salt og smá chilipasta. Annars get ég sett uppskriftina inn við tækifæri af þessum herlegheitum. Laukurinn verður held ég bara sætur við suðu, og gefur frábært bragð ásamt rúsínunum.

knús, og þangað til næst*

Sveinhildur Torfadóttir, 17.10.2006 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband