komin aftur...

jæja, ef það er ekki kominn tími blogg..... ég held að ég hafi skrifað í síðustu færslu að ég ætti að vera í svo mörgum fögum í skólanum og svo að kenna fulla kennslu með því, og já, það er aðal ástæðan fyrir því að ég hafi ekki skrifað meira en raun ber vitni. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma til neins. Veit hreinlega ekki hvernig ég komst í gegnum þetta allt saman fyrir jól, en hér er ég!!!

Ég var í einhverjum 12 prófum núna í janúar og er stolt að segja frá því að ég náði öllum nema einu prófi sem er betri árangur en margir mínir bekkjarfélagar geta spjátað sig af, og þeir eru ekki að gera neitt nema læra, ég fór að kenna 5 sinnum í viku með prófunum...ég segi nú bara geri aðrir betur!!! Var meira að segja með eina af efstu einkunnunum í 2 mikilvægustu prófunum...hihihi...en nóg komið af monti.

Það er allt að komast af stað aftur í skólanum, pínu rólegt vegna veikinda aðalkennarans, en erum að fá forfalla kennara í næstu viku... 

Í síðustu viku var viku frí, bæði í skólanum og kennslunni, og það var alveg yndislegt. Naut þess að vera heima og fórum svo til Amsterdam í helgarferð, þar sem við skemmtum okkur alveg konunglega. Fengum líka frábært veður, sól og 10 - 15 stiga hita. Ekki hægt að kvarta yfir því!

Núna um helgina byrjaði í Brussel stór og mikil hátíð um Ísland, Iceland on the edge. Þessi hátið mun standa yfir í 4 mánuði og er margt spennandi á dagskrá. Ég verð að vinna við 2 workshop fyrir krakka, þar sem þeim verður kennt ýmislegt um Ísland og munu læra að syngja á Íslensku ásamt því sem þau munu marsera klæddir ýmist sem víkingar eða álfar um tónleikahöllina í Brussel við Íslenska tónlist sem ég er búin að kenna þeim sem munu vinna með mér, mjög spennandi, og verður alveg örugglega skemmtilegt!!

Rodolfo átti afmæli í vikunni, n.t.t þann 13 febrúar er nú orðin 35 ára! Og komin 5 ár síðan við kynntumst, ótrulega sem tíminn líður fljótt!

jæja, þetta hlýtur að kallast gott sem "comeback" blogg, vonandi að það næsta verði fyrr en síðarWhistling

 

hafið það gott...

heyrumst*

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þið eruð enn á lífi. Leiðinlegt að ná ekki á ykkur um jólin, en svona er það bara hjá okkur önnum kafna fólkinu. Bið að heilsa.

Tryggvi M.B. (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:43

2 identicon

Gott að heyra í ykkur aftur, var farinn að hafa pínu áhyggjur. Og til hamingju með prófin. Læt heyra fljótlega í mér, er sjálfur að tengjast aftur við umheiminn, það er að segja að ég var loksins að fá nýja tölvu. Góðar kveðjur til ykkar.

Siggi Már (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:16

3 identicon

Frábært að heyra í þér.

Til hamingju með árangurinn, þú ert snillingur. 

Fjóla Dögg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband