9.10.2006 | 21:10
Efnafræði og mávaskítur
Það er nú ekki af miklu að taka, tíminn gjörsamlega hleypur áfram, og mér finnst ég enga stjórn hafa á þessu, mig vantar svona 10 klukkutíma í sólahringinn, en það verður nú víst ekki af því...maður gerir ekkert annað en að vinna, fara í skólann og sofa. Við sváfum af okkur helgina skötuhjúin...og svo loksins þegar við fórum út að fá okkur frískt loft varð ég fyrir mávaskítsáras...afskaplega huggulegt eða þannig..en "Shit happens" og þó svo að fólki á næstu borðum við okkur fyndist þetta alveg afskaplega fyndið, þá var það ekkert að hafa fyrir því að segja mér frá því að það væri skítklessa á jakkanum mínum og á hárinu. Við nefnilega tókum ekkert eftir þessu, ég fann bara eitthvað koma við mig, og ég hélt að einhver hefði hent einhverju í mig. Ég tók svo ekki eftir sannleikanum fyrr en við vorum að labba í burtu..en allavegana ég hafði góða ástæðu til að fara í laaanga sturtu þegar ég kom heim.
Í dag var ég í efnafræði prófi, brilleraði alveg, fékk 8 af 10 mögulegum, svo það er ekki slæmt. Á fyrsta prófinu fékk ég 9.25 svo ég er á réttu róli.
en þangað til næst...
lifið heil*
Athugasemdir
Þeir eru illgjarnir mávarnir í Gent, þeir skitu á mig í minni fyrstu gönguferð með þér um Gent hérna í den...árið 2000. Mín vegna máttu alveg gera þeim grikk bölvuðum;Þ
Til hamingju með prófin, dúllan mín.
Helga Björg Arnardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 14:51
já, ég man eftir þessari gönguferð og þá sérstaklega eftir þessu atviki.. : ) bölvaðir mávarnir. Þeir mega sko passa sig núna..
Sveinhildur Torfadóttir, 14.10.2006 kl. 18:24
Til hmaingju með prófin!
Linda (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.