30. september

Í dag hefði Anton afi minn orðið 79 ára. Eins og pabbi benti mér svo réttilega á, þá hafði hann sko ekki getað hugsað sér betri afmælisgjöf en einmitt þá að Ameríski herinn færi burt. Og í dag fær hann þá ósk sína loksins uppfyllta. Afi var sko ekki mikið fyrir Ameríkanana, ó nei, hvað þá Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn, Kvennalistakonur, o.s.frv. Fyrir honum var bara einn sannleikur; ALÞÝÐUBANDALAGIÐ.  Og það þýddi sko ekki að rökræða neitt um það við hann.

Afi, hann var sko alveg frábær, við vorum alltaf mjög náin, og erum það sko enn. Ég veit að hann er alltaf með mér og fylgist með öllu saman mjög náið.

Lifi minning hans.

Sveinhildur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afa þinn, elsku Sveinhildur.
Kv. Linda

Linda Margrét (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband