Working girl...

afbeelding_070.jpg

já, þau óvæntu tíðindikomu upp að mér bauðst fullt starf við kennslu í síðustu viku. Þetta er þó bara "interim" job. Ég er örugg með einn og hálfan mánuð og jafnvel meira...vonum bara það besta. Þessi skóli er hér í Gent, sem er mjög þægilegt, og verð ég að kenna þar fimm daga vikunnar. Þetta er risastór skóli með nokkur þúsund nemendur, svo þetta er algjört draumadjobb allra klarinettuleikara held ég. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Rosalega gott tækifæri, og sérstaklega þar sem tugir klarinettuleikar eru án vinnu, því í sannleika sagt er næstum ógjörningur að fá vinnu hér í tónlist.. Ég er samt líka enn í skólanum, því eins og áður sagði þá er ekkert öruggt í þessum vinnumálum. Sem sagt læra á morgnana og kenna á kvöldin, svo þetta verður ansi þung dagskrá, en þannig hefur mér nú alltaf liðið best.

Við skelltum okkur til franska hluta Belgíu á sunnudaginn, ég hafði aldrei komið þangað til að skoða, bara keyrt aðeins í gegn. Alveg ótrúlegt hvað þetta er ólíkt flæmska hlutanum. Þetta var eins og að koma til annars lands, hrikalega skrítið. Svo tala að sjálfsögðu allir frönsku, og franskan mín...hmm...við skulum bara ekki ræða það neitt...við fórum eins og fyrri daginn með Jaro, Marvik og Thomas André, þau eru alltaf til í svona skreppitúra. 

 

en jæja...best að kíkja á þvottavélina og taka aðeins til hér...

þangað til næst... 

 

 


afbeelding_087.jpg
afbeelding_110.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp er nú Rodolfo PABBALEGUR á myndinni. ???????

Torfi Karl (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 09:29

2 identicon

Þú ert sannur Íslendingur, Sveinhildur!
Kv. Linda

Linda Margrét (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 14:18

3 identicon

Til hamingju með starfið!!!!!
Kv. Helga

Helga'netta (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband