21.9.2006 | 10:16
gatan okkar verður skíðabrekka..?%&??
fengum bréf inn um lúguna í morgun, bara svona rétt til að láta íbúa götunnar vita að okkar gata hafi verið valin til að búa til skíðabrekku..og að einhverntíma í næsta mánuði verði byrjað að hlaða snjó hingað, og gatan verði svo notuð til skíðanotkunar....??hafiði heyrt annað eins...? Nota Bene...þessa dagana er svo heitt og gott veður, 30 stiga hiti í dag, og einhvernveginn ekkert sem minnir á vetur, hvað þá skíði. Þeir eru nú samt svo almennilegir að þeir ætla að leyfa gangstéttinni að vera auðri...
svona er belgía í dag*
Athugasemdir
Nú er bara að láta þetta fréttast hér uppi á íslandi og gera sér pening úr snjóhungruðum íslendingum sem ekki hafa komist á skíði svo árum skiptir. Þeir borga hvað sem er til að komast á skíði. Þið hafið aukaherbergi og flott útsýni yfir "brekkurnar". Gæti meikað monninga fyrir ykkur. Kveðja, pabbi.
P.s. ég er ekki einn þeirra sem þrái snjóinn. P.
Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 13:47
Góð athugasemd hjá pabba þínum, he he he
Linda (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:11
Er ekki allt í lagi í landi bjórsins, held að þeir hafi verið að sötra soldið mikinn bjóóóór þegar þeir ákváðu þetta!!!!
Helga'Netta (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.