19.9.2006 | 12:07
Íslenskt já takk..
mmm...íslenskt vatn...vorum svo heppin á leiðinni til Rotterdam að finna íslenskt vatn í select á leiðinni..það var svo góð tilfinning* ferðin þangað var í alla staði alveg frábær, vorum bara rétt yfir daginn og löbbuðum um borgina og drukkum kaffi hér og þar í einhverja 5 klukkutíma..yndislegt. Það er alltaf svo gaman að koma til þessarar borgar, var búin að koma nokkrum sinnum áður aðallega þegar ég var að heimsækja Helgu og Andrés en líka nokkrum sinnum utan þess.
í gær var ég svo að kenna eins og vanalega á mánudögum. nemandi minn hann Pieter, sem er þessi dæmigerði prófessor, hann svarar alltaf skemmtilega, er uppfullur af fróðleik sem flestir krakkar á hans aldri er nokk sama um, hann hlustar aðallega á klassíska tónlist og er lítið fyrir svona nýbylgju popp og menningu. en allavegana kom hann til mín í gær í tíma, og þegar hann átti að byrja að spila tónstigana sína...ó nei, í staðinn fyrir F - dúrinn kom Íslenski Þjóðsöngurinn..ég var nú svona augnablik að átta mig á þessu og horfði gapandi á hann...og hvernig í ósköpunum fórstu að því að finna þetta út..já, hann hafði verið á netinu og fundið vefsíðu Íslands eins og hann orðaði það, og þar var þjóðsönginn að finna...sem sagt upptaka af honum,. svo hann skrifaði nóturnar niður á blað og var búin að læra þetta svo utan að fyrir tímann í gær...finnst ykkur ekki sætt *
en í kvöld erum við að fara að spila með tríoinu, svo ég ætla aðeins að kíkja á hljóðfærið mitt...
hafið það gott..**
Athugasemdir
Halló Sveinhildur mín.
Þetta er almennilegur nemandi. Hvað er hann gamall og var þjóðsöngurinn rétt úskrifaður? Ekki auðveldasta lag í heimi!!!!
Kveðja, pabbi
Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 18:27
hæ pabbi...hann Pieter er nú svona c.a 13 - 14 ára, og hann spilaði þetta alveg glymrandi rétt...
ansi flott hjá honum stráknum..
Sveinhildur Torfadóttir (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 21:55
Vildi að mínir nemendur væru svona.....
Kv. Helga.
Helga'Netta (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 22:40
Ekkert smá krúttlegt....
Linda (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.