16.9.2006 | 22:13
einkunnir komnar í hús...
og það er skemmst frá því að segja að mér gekk alveg mjög vel í þessum prófum, það voru bara 2 próf af einhverjum 15 - 20 prófum í heildina yfir árið sem ég náði ekki, og er það bara svipað og hjá öðrum bekkjarfélögum, það voru reyndar ansi fáir sem náðu öllum prófunum...en ég er allavegana yfir mig ánægð með þennan árangur minn á fyrsta ári.
annars var dagurinn í gær hinn furðulegasti...fengum til dæmis bankakort vafið inn í dagblað í póstinn hjá okkur..?? og svo fékk ég sms á frönsku um að einhver væri hreinn og strokinn því sá hinn sami hefði verið í sturtu..!!!vá þvílíkar fréttir...já, kanski hér í Belgíu, þar sem ekki öllum er mjög vel við að þvo sér of mikið og velja fremur svitalykt heldur en sápulykt...en þetta var sem sagt ekki ætlað mér þetta sms...í morgun fór ég svo með bankakortið til löggunnar, ekki beint þægilegt að vera með bankakort einhvers í höndunum..
dagurinn endaði með endæmum vel, fengum fólk í mat til okkar og snæddum við gourmet...mmm...svo var ég búin að búa til tvöfaldan desert, sítrónupæ, og romm/kókos kúlur, og bæði tvö slógu í gegn.
Núna vorum við að koma heim úr grillveislu, á la Chile... = mikið af kjöti og og rauðvíni og setið lengi að....virkilega ánægjuleg kvöldstund... skellum okkur svo með þessum fólki til Rotterdam í fyrramálið og eyðum deginum þar...nice...
þangað til næst!
Athugasemdir
Til hamingju með frábæran árangur Sveinó mín.
Kv.
Fjóla
Fjóla (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 23:24
Til hamingju! Þú ert alltaf svo dugleg!!! Kv. Linda
Linda (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.