22.9.2007 | 11:07
Íslenska hljómsveitin Apparat í Gent í kvöld!!!
Jæja, það er búið að umbreyta götunni hér fyrir neðan hjá mér í risastórt dansgólf og bar, því í kvöld er ansi mikið um að vera. Vooruit, sem er stórt menningar hús og kaffihús o.s.frv. er 25 ára í kvöld. Í tilefni af því, eru tónleikar allt kvöldið, og á miðnætti verður hér risa flugelda sýning og Apparat orgel bandið íslenska spilar! Og þetta gerist allt saman hérna beint fyrir utan húsið okkar, þannig að við ætlum að sjálfsögðu að skella okkur. Spennandi.....
Skólinn hjá mér er að byrja á mánudaginn, og ég fór í gær að skrá mig í fögin, og þetta er alveg ótrúlega mikið sem ég er að taka þetta árið. Með þessu verð ég svo að kenna þrisvar í viku og svo eitthvað í interim vinnunni með.
En ég skrifa meira seinna, ætla að fara að taka til hérna hjá okkur þar sem nokkrir vinir eru að koma í heimsókn í kvöld....
knús*
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.