12.9.2006 | 10:29
28 stiga hiti og sól : )
já, það er ekki hægt að kvarta yfir svona veðri, en að sjálfsögðu á að fara að rigna á morgun...svo það er um að gera að notfæra sér daginn í dag til að spóka sig um í bænum...
síðasta prófið í morgun, og einkunnar afhending á fimmtudaginn..ég vona að þetta hafi nú svona mest megnis gengið upp hjá mér. Annars er bara að bretta upp ermarnar og halda ótrauður áfram, það er enginn lausn að gefast upp ef á móti blæs...
skólinn byrjar svo aftur 25.september, svo það eru enn tvær vikur í það.
ég set hérna inn eina mynd af henni Rakel Önnu, hún er dóttir bróður míns og söru kærustu hans.. hún er mesta dúlla í heimi.. og henni vefst sko ekki tunga um tönn... hún er einmitt guðdóttir mín...
svo er það Magni okkar...sð syngja í kvöld...það verður spennandi...ég er reyndar búin að lesa spoilerana um kvöldið í kvöld, svo maður veit að hann mun standa sig vel...vona bara að hann vinni þetta ekki, eins og svo margir aðrir...
en núna ætla ég út í sólina....
farið vel með ykkur...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.