4.6.2007 | 12:15
próf og aftur próf...
já, það er kominn tími á blogg. Ég var búin að blogga um daginn en tókst að eyða færslunni á einhvern undarlegan hátt, og þá fór allur kraftur úr mér að blogga aftur. Það er búið að vera nóg að gera, ég er byrjuð í prófum, næsta próf á miðvikudaginn og svo tvö eftir helgina. Nemendur mínir eru líka í prófum, og næst síðasta hollan er í dag. Mikið verð ég glöð þegar þessu verður lokið. Það er sko ekkert grín að vera í próflestri og kenna hvern einasta dag, nema sunnudaga. Þvílíkt stress!! Ég slappaði samt vel af um helgina, svaf og gerði ekki neitt!!
Ég hitt íslenskan strák sem á heima hér í Gent, við eigum sameiginlega kunningja. Hann er búin að búa hér í nokkra mánuði með kærustunni sinni sem er frá Ítalíu. Bæði tvö mjög vinaleg, og þau buðu okkur í partý næsta föstudag :) gaman!! gott að fríska aðeins upp á íslenskt talað mál!!
jæja, ég veit að þetta er stutt, en ég verð að kíkja aðeins í bók áður en ég fer að kenna...hafið það gott, og knús á línuna!!
sveinú*
Athugasemdir
Takk fyrir afmælisgjöfina. Það hefði verið gaman að hafa ykkur í veislunni. En nú er þín gjöf loksins á leiðinni til þín. Gangi þér vel í prófunum, knús,
Kerla.
Kerla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.