3.5.2007 | 20:57
Með ríkisstjórnina í vasanum í dag....
Jæja, þá er ég búin að kjósa. Skellti mér til Brussel í dag, og kaus í Íslenska sendiráðinu þar. Það var svo heimilslegt, aðstaða inn í eldhúskróknum, og allir voða almennilegir. Það voru tveir aðrir að kjósa á sama tíma og ég, en það sem vakti furðu okkar allra var, að af öllum þessum íslendingum sem búa í Belgíu, og meirihlutinn af þeim býr nú í Brussel, voru bara 50 búnir að kjósa. Ég var sú fimmtugasta. Skrítið!! Það er ekki seinna að vænna að kjósa, því við þurfum sjálf að koma atkvæðinu heim, og þess vegna sagði ég nú við pabba í dag þegar ég hringdi í hann frá Brussel, já, ég er bara með næstu ríkisstjórn í vasanum, allavegana með áhrif á hana : )
1. mai var haldin hátíðlegur hér eins og annarsstaðar, og skrúð - kröfugangan fer einmitt af stað hér fyrir neðan götuna okkar, svo við hún fór ekki fram hjá okkur. Ég er ekki frá því að það hafi komið smá fiðringur í mann, hafandi verið alla 1. mai frá 10 ára til 23 ára aldurs þrammandi með Lúðrasveit Verkalýðsins niður laugaveginn, spilandi nallann, og hlusta á pabba ítreka mikilvægi þess að við værum nú öll í svörtum sokkum og helst sexfaldar raðir niður laugaveginn, já þetta skilur bara lúðrasveitarfólk!!! Við skelltum okkur hinsvegar bara í okkar reglulega labbitúr, kíktum á kaffihúsið okkar og stóðum svo í stórþrifum og eldamennsku það sem eftir var dagsins. Við vorum bæði gjörsamlega úrvinda af þreytu. Við buðum nokkrum vinum í lambasteik, íslenska og með því var allar sortir og gerðir af meðlæti plús grænmetisréttir fyrir eina úr hópnum. Þó svo að þetta hafi verið mikil vinna, þá er þetta svo gaman, við elsku að bjóða fólki í mat, og svo er svo hreint og fínt hjá okkur núna, ég meira segja fór í gardíu - og gluggaþrif!!
jæja, best að fara að leggja sig, annar langur dagur á morgun. Og fer til tannlæknisins míns sem ætlar að kíkja á mig eftir að tennurnar mínar voru dregnar, ég er enn með þvílíka verki, og verð því miður að taka verkjalyf ennþá. Vaknaði í nótt klukkan 4 við þvílíka verki....úfff....vonandi að þetta fari að lagast...
knús til ykkar allra....
sveinú**
Athugasemdir
Bíð spenntur eftir atkvæðinu. Verst að geta ekki tékkað það af áður en ég kem því til skila til réttra aðila. En ég held ég þurfi svo sem ekkert að óttast að bókstafurinn sé rangur.
Pabbi (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.