26.4.2007 | 19:38
komin heim með bólgna kinn
þá er maður orðin vitminni...endajaxlarnir farnir, og koma aldrei aftur. Aðgerðin gekk vel, en mikið var svæfingin óþægileg fannst mér. Rétt áður en ég sofnaði alveg fékk ég svo mikla köfnunartilfinningu, og ég veit að það síðasta sem ég sagði við lækninn var að "ég get ekki andað" en svo vaknaði ég og allt var búið og er komin heim núna. Þarf bara að taka öllu rólega, taka verkjalyf, spúla munninn, borða fljótandi fæði og vera með voða fallegan íspoka í kringum hausinn...frekar fyndið.
Rodolfo er búin að stjana við mig í dag, og ég bara nýt þess...það er enn svo rosalega heitt hér, 28 stiga hiti, og sér ekki fyrir endann á þessari blíðu. Það má alveg fara að rigna hér eins og einn dag, því ef þetta heldur áfram svona þá verður vandamál með vatn hér seinna í sumar.
hafið það gott...
knús,
sveinú
Athugasemdir
Varstu svæfð? Hvar voru jaxlarnir eiginlega? Ég trúi því ekki að þú komir ekkert heim í sumar. Það getur bara ekki verið!!!
Með ósk um skjótan bata,
Kerla
Kerla (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:56
já, ég var sko svæfð, held vegna þess að þeir tóku þrjá í einu, og þeir lágu ansi djúpt!! Spurning hvort maður komi heim í sumar, kanski, það er nú ansi freistandi!! knús*
Sveinhildur Torfadóttir, 28.4.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.