25.4.2007 | 19:45
tannaðgerð...
er að fara í aðgerð í fyrramálið, það á loksins að taka úr mér endajaxlana sem nú loksins ákváðu að koma niður. Þetta er ágætur tími núna, þar sem það er engin skóli á mánudag eða þriðjudag. 1. mai er á þriðjudaginn, og þá er að sjálfsögðu líka gefið frí á mánudaginn, svokölluð brú. En þetta er alltaf gert ef frídagar eru á þriðjudegi eða fimmtudegi. Sem sagt frí á mánudegi aukalega eða á föstudegi...ég sæi þetta gerast á Íslandi....hahaha....
Það er búin að vera bongóblíða síðustu 2 - 3 vikur, alveg ótrúlega gott. Í dag var hátt í 30 stiga hiti og það var alveg meira en nóg fyrir mig.
Ég er byrjuð að kenna eins og fyrir áramót, byrjaði á mánudaginn, kennarinn sem var veikur fyrir áramót er aftur orðinn veikur. Ekki svo heppilegur tími, bæði fyrir nemendur og fyrir mig, núna rétt fyrir prófin...en..tja...maður verður að púsla þessu einhvern veginn saman. Sem sagt núna er ég að kenna frá mánudögum til laugardags...og fara í skólann á hverjum degi, og reyna að lesa pínu fyrir próf... Það er samt ekki öruggt hvað kennarinn verður lengi frá, gæti komið aftur í næstu viku, en satt best að segja trúi ég því ekki...kemur í ljós.
Það er farið að styttast í Chile ferðina okkar, förum 27.júní....víííííí....heldur betur farin að hlakka til!!!
Ég ætla að reyna að komast til Brussel í næstu viku og kjósa... fyndið að mega kjósa í tveimur löndum, hingað til hef ég ekki kosið hér í Belgíu, það er allt of mikið vesen, maður þarf að skrá sig, og þegar maður hefur einu sinni skráð sig, þá er maður kosningaskyldur, sem þýðir að ef maður mætir ekki á kjörstað þá á maður sekt yfir höfði sér, þá er betra að skrá sig ekki...allavegana ekki strax...
læt þetta í bili...hafið það gott..
knús,
Sveinú**
Athugasemdir
Mundu bara að kjóSa rétt Sveinhildur mín. Það Skpitir miklu máli.
Gangi þér vel í aðgerðinni á morgun.
Kveðja, pabbi
Pabbi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.