2.4.2007 | 12:54
Guðforeldrar og jazz...
Vorum í skírnarveislu á laugardaginn og erum nú formlega orðin guðforeldrar Thomas Andre... Þetta var kaþólsk skírn og þetta er í fyrsta skipti sem ég er viðstödd kaþólska skírn. Þetta er vissulega öðruvísi uppbyggt en hjá okkur, og í rauninni miklu meira gert úr athöfninni. Athöfnin tók tæpan klukkutíma, og var ekki inni í messu. Mjög falleg og afslöppuð athöfn!! Svo var grill á eftir og að sjálfsögðu vín frá Chile...
Í gærkvöldi fórum við svo á æðislega djazz tónleika, trompet, píanó og bassi. Þetta eru einir bestu tónleikar sem ég hef farið á, þvílík unun að hlusta á þau spila, það var alveg sama hvað þau spiluðu allt var topp flutningur, enda var þarna einn besti ef ekki sá besti jazz trompetleikari í Belgíu sem er að kenna í Sviss, og píanóleikarinn, hún var æðisleg. Þau spiluðu mikið af tónlist eftir hana, sem var gullfalleg. Það er erfitt að lýsa þessu með orðum...
Núna er ég komin í páskafrí, og var að klára 2ja vikna verknám á föstudaginn, það var mjög lærdómsríkt og gekk alveg rosalega vel, fengum mjög góða dóma!! Núna er planið að setjast niður í páskafríinu og byrja að læra almennilega, það er kominn tími til, ég er búin að fá próftöfluna, og byrja þann 29. mai og er búin 19. júni. Svo það styttist í þetta...
Er að fara að vinna núna í nokkra klukkutíma í móttöku og ætla að kíka aðeins á góða veðrið fyrst...17 stiga hiti og sól...hihi... ekki slæmt.
p.s ég setti eina mynd inn frá skírninni...
lifið heil,
sveinó
Athugasemdir
Til hamingju með að vera orðin "foreldrar" hum, hum! Eruð MJÖG foreldraleg.
Tók mér bessaleifi að setja nokkrar af myndunum sem voru í meilinu inn á althornmeistermeister-síðuna mína. Thomas er algjört krútt í ponsjoinu og með hattinn og svo með snudduna.
Torfi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.