16.3.2007 | 21:44
Tannlæknakostnaður!!!!
Fór til tannlæknis í dag, og það var gert við 2 holur, gert við eina tönn sem var brotnað upp úr og tennurnar hreinsaðar!
Nú megið þið geta hvað þetta kostaði.....
þið eruð örugglega komin upp í 20 þús...en viti menn, fyrir þetta borgaði ég tæpar 100 evrur ( tæpar 9000 krónur), og það besta er að ég fæ 75 evrur borgaðar til baka frá tryggingunum!!!
Þetta gerist ekki á Íslandi...
Það er gott að búa í Belgíu : )
Athugasemdir
Það er langt síðan að ég stakk upp á því að bjóða velkomna hingað til Íslands tannlækna frá Póllandi eða einhverjum öðrum löndum. Hvers vegna eiga sumir að keppa við útlendingana en aðrir að búa við verndað umhverfi.
Þórir Kjartansson, 16.3.2007 kl. 21:54
Hæ Sveinhildur mín,
Já það má segja að munurinn sé mikill á tannlæknakostnaðinum. Það var gert við 3 tennur hjá Rakel Önnu um daginn eins og þú veist og það sem Trausti og Sarah þurftu að leggja fram úr eigin vasa voru litlar tæpar 60 þús. krónur. Að vísu var svæfing í þessu, en ÞETTA ER ÞEIRRA HLUTUR Í VIÐGERÐINNI. Þau fá sem sagt ekkert af þessu endurgreitt. Svívirðilegt í einu orði sagt.
Kveðja, pabbi
Torfi Karl Antonsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.