11.3.2007 | 21:01
sól og næstum sumar....
Jæja, það er aldeilis að maður er búin að slappa af þessa helgina. Eftir mjög annasamar undanfarnar vikur ákvað ég að taka mér algjört frí þessa helgina, og það eina sem ég gerði var skýrsla fyrir efnafræði labo á morgun, einfaldlega vegna þess að ég varð að gera hana. Svaf langt fram eftir degi í gær og til hádegis í dag. Þurfti svo virkilega á þessu að halda.
Það var svo frábært veður hér í dag, algjört æði, fórum út í labbitúr og settumst úti við á kaffihúsi hér niðri í miðbæ, þar sem röð af kaffihúsum stendur við kanalinn, og við vorum svo heppin að fá borð, eftir að hafa labbað fram og til baka, það var nefnilega pakkað af fólki eins og alltaf þegar það er gott veður. Það var alveg heiðskírt og fínn hiti, svo ég fékk m.a.s pínu lit í kinnarnar
Gleymdi að segja ykkur að ég fékk æðislegt ilmvatn í afmælisgjöf frá bróður mínum og fjölsk. hans; femme frá Boss, ekkert smá sumarlegt og gott ilmvatn. Mæli með því!!
Svo er ég svo montin af honum Alexander frænda mínum, hann vann upplestrar keppni í skólanum sínum og er að fara í Hafnarfjarðarkeppnina sem verður haldin í Hafnarborg, ekkert smá duglegur. En hann var vel að þessum sigri, því hann les svo skemmtilega og með mikilli innlifun!!
en dúllurnar mínar, ætlum að kíkja á videó núna áður en ég fer aftur að sofa...
lifið heil....
sveinú*
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.