4.3.2007 | 21:12
Annasamir dagar....
Það hefur margt á daga mína drifið undanfarið. Þar ber hæst að nefna 30 ára afmælið mitt sem haldið var með pompi og prakt. Það voru sérstakir leynigestir sem birtust hér 2 dögum fyrir afmælið mitt, mamma, pabbi og Erla systir!! Ég hafði ekki hugmynd um að þau væru að koma, en þetta höfðu þau planað síðan um jól með Rodolfo....hmmm...skil ekki hvernig þeim tókst að halda þessu leyndu, og það virðist sem allir hafi vitað af þessu!!
Afmælispartýið sjálft var alveg meiriháttar, og meira segja "live" tónlist!! Ekki slæmt... Marina og Lelo sungu hér og spiluðu og svo tók ég eitt lag með þeim líka, uppáhaldslagið mitt á spænsku - Perfidia. Þetta er eina lagið sem ég samþykki að syngja...enda er það alveg geggjaðslega fallegt!! Já, það var dansað, drukkið, sungið....rosalega gaman. Ég bjó til æðislega bollu sem heldur betur sló í gegn, en hún var rosa fersk og frekar lúmsk, eins og bollur eru...svo pantaði ég allskonar smárétti og var með ýmislegt annað líka.
Mamma og co. voru hér frá þriðjudegi til sunnudags, og það var yndislegt að hafa þau hér. Við vorum bara hér í Gent, versluðum pínu og aðallega löbbuðum um, fórum á kaffihús, borðuðum góðan mat, og drukkum gott rauðvín...mmm...yndislegt. Og það besta var að það var akkúrat vetrarfrí í skólanum þessa vikuna svo ég hafði allan tímann til að vera með þeim!!
Svo er ég búin að vera að vinna á holiday inn síðustu daga, frá 07 á morgnan til 15.30...langir dagar, og sama sem engar pásur gefnar á þessum bæ. Í gær t.d 10 mín. pása yfir allan daginn....getiði ímyndað ykkur...? Ég held að það myndi nú eitthvað vera sagt á Íslandi yfir svona löguðu...!!
Það skemmtilegasta við þessa daga á Holiday Inn var að ég hitt Íslendinga, fyrst einn snóker strák sem var þarna til að dæma á alþjóðlegu snóker móti, og kom arkandi í morgunmat í bol frá Hreyfingu, ferlega fyndið.... og svo voru 2 Íslendingar á Kiwanis ráðstefnu sem fór fram á á hótelinu í gær, og af tilviljun sá ég nafnspjald annars þeirra... Alltaf gaman að rekast á samlanda sína og við Íslendingar erum svo spes, ég fer ekkert af því. Strax byrjað að rabba saman um allt milli himins og jarðar, og bara eins og við þekktumst lengi...
skemmtilegt!
en, hafið það gott...
knús*
sveinú**
Athugasemdir
Já þetta voru sannarlega ánægjulegir dagar. Hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun. Og bollan var engu lík. Hún var ekki bara góð heldur þrusu lúmsk. Takk fyrir skemmtilegar stundir elsku Sveinhildur og Rodolfo. Þurfu endilega að endurtaka þetta sem fyrst aftur. Er ekki afmæli eftir eitt ár aftur????
Kveðja, pabbi, mamma og Erla
Torfi Karl (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.