surprise, surprise...

Rodolfo átti afmæli í gær!! Honum til heiðurs skipulagði ég surprise partí fyrir hann sem gekk alveg hreint frábærlega. Það er rosalega erfitt að koma honum á óvart með hvað sem er, hann nær einhvernveginn alltaf að þefa upp allt og ég á líka oft erfitt með að láta allt líta út eins og vanalega. En, sem sagt þetta tókst í gær. Ég eldaði góðan mat, og bjó til góðan desert og vorum með rauðvín og svo í hópi æðislegra vina að sjálfsögðu, sem voru hér heima þegar Rodolfo kom heim. Ég var búin að skreyta íbúðina með blöðrum og með borða og svaka fínt, og búin að leggja á borð, svo Rodolfo var alveg kjaftstopp...Frábært!!!

Ég fór svo í dag að hitta klarinettu kennarann sem ég er að fara að leysa af núna eftir vetrarfríið, hún er ólett svo ég verð að kenna fram í júni fyrir hana. Þetta er í sama skóla og ég var að kenna við fyrir áramót, en aðrir nemendur. Það er mikið framundan, tónleikar og stór próf, svo ég mun hafa nóg að gera. Svo er ég alltaf eitthvað að vinna á veitingahúsum, hótelum eða í móttökum, og það er ferlega fínt. Skólinn, jú hann mjakast þetta áfram. Eftir mánuð byrja ég í verknámi, en veit ekki ennþá hvert ég fer.

Ég ætla að fara að taka til núna, ekki veitir af...hmm...

hafið það gott...**

sveinú* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bóndann  ;)

Kerla

Kerla (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:16

2 identicon

Innilega til hamingju með afmælið Sveinhildur mín. 

Knúsiknús.

Fjóla 

Fjóla Dögg (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:42

3 identicon

Til hamingju með afmælið!!!

Kerla

Kerla (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband