fitness á frönsku : )

Ég fór í fyndnasta eróbikk tíma sem ég hef nokkrun tímann farið í, áðan!! Ég mætti eins og álfur út úr hól, spurði konuna sem stóð við hliðina á mér, hvort þetta væri Aero boost, já, svaraði hún, en þetta er 4. tíminn, já, já, allt í lagi, ég er að koma í fyrsta skipti, og hún leit eitthvað hálfskringilega á mig...en ég var ekkert að kippa mér upp við það...nú svo kom þjálfarinn, og oh my god....hann talaði bara frönsku... og franskan mín, hmm... ég skildi til hægri, vinstri, aftur, já, og ekki mikið meira.  Mér fannst þetta voðalega hratt allt saman og alveg hrikalega flókið, alls konar hopp og hringir í loftinu, snúa sér hingað og þangað, og ég var ekki alveg að meika þennan hraða, en flestar í kringum mig virtust hafa fín tök á þessu...svo komst ég að því, í lok tímans, að þetta er alltaf fjögurra vikna hringur, 1. tíminn rólegur, sporin kynnt, 2. tíminn, einhverju bætt við, og aukið hraðinn, 3. tíminn allt sett á fullt og 4 . tíminn sett í turbo gír, og með minni heppni....mætti ég að sjálfsögðu í 4. tímann... Blush svo núna skildi ég af hverju konan leit á mig eins og það væri eitthvað að mér.... það erfiðasta var samt franskan.. ég get lært heilmikið af henni á því að mæta þarna einu sinni í viku í þessa tíma. Þó svo að Gent sé flæmsku mælandi, er enn ofsalega mikið snobb fyrir frönsku hér, og það þykir voða fínt að tala frönsku, ég get alveg lofað ykkur því, að í franska hlutanum hér í Belgíu, myndi aldrei nokkurntíma gerast það að einhver flæmsku mælandi kæmi svona að kenna eróbikk eða hvað sem er...alveg dæmigert!! Það er alltaf ætlast til að flæmski hlutinn tali frönsku sem þeir og gera að mestum hluta ágætlega, en franski hlutinn er algjörlega ótalandi á flæmsku. Og þetta eru bæði skyldutungumál í landinu!! En svona er Belgía í dag..

Ég er kanski búin að finna vinnu!! veit meira um það á mánudaginn...!! 

góða helgi*

sveinú*** 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er líka svo góð heilaleikfimi að fara í svona tíma :-)

Linda (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband