25.1.2007 | 23:05
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.... : )
jæja, nú fer skólinn alveg að byrja. Þetta er búið að vera indælt frí síðust daga, hef getað slappað af alveg heilmikið og klárað alls konar stúss. Ég fór í atvinnuleit í síðustu viku, og þurfti nú ekki að byrja að leita, og þá var ég komin með vinnu, en eins fljót og ég var að finna hana, þá var ég líka fljót að afþakka hana. Eftir að hafa farið í þjálfun ( þetta var þjóna jobb, en í alveg svakalega flottum veislum og boðum) þá var okkur tilkynnt að já, þið þurfið að borga okkur næstum 200 evrur svona í tryggingu fyrir fötum og flöskuopnara og allskonar. Getiði ímyndað ykkur, að þurfa að borga mörg þúsund krónur til að geta farið að vinna, ég hefði þurft að vinna í marga, marga klukkutíma til að vinna það upp. Ekki gott. Á morgun fer ég að leita aftur. Vonandi gengur það betur.
já, skólinn byrjar aftur á mánudaginn, og það verður nú aðeins meira að gera þessa önnina heldur en þá síðustu. Við erum enn ekki búin að fá úr prófunum, en vonandi að það komi sem fyrst, ég get ekki beðið eftir þessu... ég fer svo í verknám í 2 vikur, við förum í stór eldhús, og ég er að vona að ég fái í einu af eldhúsum Háskólans hér í Gent, það er hérna rétt hjá okkur, kanski 10 mínutu labb, svo það væri alveg tilvalið!
Hér í Gent er búið að vera kalt síðustu daga, úff... hann er að rembast við að snjóa, en gengur lítið, allt í kringum okkur hér í Evrópu og líka hér í Belgíu er búið að snjóa alveg heilmikið, en litla sæta Gent sleppur enn...
Ég sá myndina um Ray Charles um daginn, hún er alveg snilld, mæli með henni.
Svo var ég að hlusta á hljómsveit BLKD hér um árið þegar við fórum á kostum á árshátið Tónó, vá hvað þetta var fyndið, ég græt alltaf úr hlátri þegar ég heyri þetta. Við ættum að fá Grammy fyrir þetta uppátæki...Karen á bassanum, Ingi Garðar á hljómborði, Helga að syngja Katrín á trompet og ég á trommum....hahahahahahahahahahaha....gerist ekki betra. Those where the days....
knúst til ykkar allra**
Sveinhildur
Athugasemdir
ég man alltaf eftir því þegar við vorum tvær í eldhúsinu heima hjá mömmu þinni og pabba á gamla staðnum, og vorum í krampa að semja textann!!!! Jamm, þetta var helv...skemmtilegur tími.
Kv. Helga
Helga (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:43
textinn er nátturulega alveg á heimsmælikvarða, "ég er all out of tune, og alltaf svo brún" það gerist bara ekki betra...
Sveinhildur Torfadóttir, 26.1.2007 kl. 19:21
Ohhh, þetta var sko æði, hef sjaldan skemmt mér eins vel og á þessum tíma.
Kv. Linda
Linda (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:48
Ohhh, þetta var æðislegur tími. Mjög góðar minningar!
Linda (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.