Er grasið grænna hinum megin...?

jæja, þá er maður komin á blog.is...hvers vegna í ósköpunum? Þá bara hef ég ekki hugmynd um það, er ekki grasið alltaf grænna hinum megin...? Ég er búin að vera algjör bókaormur síðan við komum aftur út, enda prófin í algleymingi...þetta er allt að ganga alveg ágætlega, ég er alltaf viss um að ég kunni ekki og geti ekki áður en ég fer í prófið, en svo þegar maður sér spurningarnar fer allt af stað í kollinum á manni og það eru ótrúlegust atriði sem maður hefur getað sett inn í langtímaminnið í vetur, svo og í skammtímamynnið svona rétt á endasprettinum. Ég er ein af þeim manneskjum sem finnst gaman í prófum, get ekki að því gert, það er svona ákveðin stemmning yfir þessu..ég hef verið mjög afslöppuð samt í próflestrinum núna, er ansi dugleg að taka mér pásur, en það er bara nauðsynlegt, ég vil ekki ganga í gegnum sama ferli og í júni, nei takk!!! Síðasta prófið mitt er 12. september, og eftir það ætla ég að fara í síðbúið sumarfrí, eftir að hafa unnið alltof mikið í sumar...tími komin til að slaka á!! Vonandi að það verði einhverjir sólardagar, að maður geti kanski kíkt á ströndina eða eitthvað álíka..

Annars var sumarið bara með afbrigðum gott og skemmtilegt, vorum heima í tæpa 2 mánuði og það var alveg yndislegt, takk mamma, pabbi, Erla og amma fyrir allt saman...

Svo er það nátturulega rockstar...við fylgdumst með því á íslandi, en þar sem við erum ekki með sjónvarp og ég get ómulega horft á þættina í tölvunni, þá fylgist ég bara með bloggsíðunum og öllum upplýsingunum sem þar er að finna um keppnina, svo getur maður nú horft á lögin á You Tube líka, það er nú snilldar vefsvæði...!! Nú svo er bara pabbi í því að taka upp fyrir mig á dvd og sendir mér svo, aljgör dúlla. Í dag horfði ég á Magna flytja Nirvana og svo á elimi.nation þáttin þar sem hann tók Fire...eins og T. Lee sagði....ridiculous!! Ekkert smá flott hjá honum hann er alveg að massa þetta*

 

Jæja, Anatómían mín bíður ekki að endalausu...bækurnar eru farnar að kalla á mig...

lifið heil..

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband